„Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 20:38 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dauða katta í Hveragerði en íbúar óttast að eitrað sé fyrir dýrum í bænum. Í götunni Laufskógum hafa kettir dáið á dularfullan hátt undanfarna daga og hundar hafa veikst. Orsökin er óljós en eigendunum grunar að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Rætt var við eigendur dýra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og eru þeir mjög áhyggjufullir. Dýrunum er ekki hleypt út eftirlitslausum. Blár fiskbiti fannst fyrir utan heimili eins kattarins og stuttu seinna kom eigandinn að kettinum mjög veikum. Grunur leikur á frostlögur hafi verið settur í bitann. „Hún var eiginlega komin út úr heiminum en stundi og stundi, algerlega máttlaus. Þetta var mikið áfall og skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást,“ segir Andrína Guðrún Jónsdóttir. Hún vonar að málið upplýsist en segist ekki vita hver gæti gert svona lagað. Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði „Þetta er eins og ósýnileg ógn. Maður veit ekkert og fer að efast um og tortryggja fólk í kringum sig. Sem er mjög slæmt.“ Svipuð mál, þar sem kettir hafa veikst í stórum stíl, hafa komið upp áður. Til dæmis á Eyrarbakka fyrir tveimur árum, í Hveragerði fyrir tíu árum og fyrr í sumar kom upp mál í Sandgerði þar sem margir kettir drápust vegna eitrunar. Aðspurður hvort að lögregluna gruni að eitrað hafi verið fyrir dýrunum, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að svo sé ekki. „Samt sem áður verðum við að fá fullvissu fyrir því hvort að þetta er eðlilegt eða ekki. Það gerum við með því að leita til vísindanna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, sem hefur málin til rannsóknar, er talið að kettirnir hafi dáið vegna eitrunar. Þorgrímur segir að reglur séu gildandi um ketti í Hveragerði, eins og víða annarsstaðar. „Þeir eiga til dæmis ekki að vera á víðavangi. Þannig að ég held að fólk þurfi að fara að gæta þess að fara eftir þeim reglum, svo þeir séu ekki utandyra nema undir eftirliti.“ Í samþykkt Hveragerðis um kattahald kemur hins vegar hvergi fram að lausaganga katta sé óheimil. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dauða katta í Hveragerði en íbúar óttast að eitrað sé fyrir dýrum í bænum. Í götunni Laufskógum hafa kettir dáið á dularfullan hátt undanfarna daga og hundar hafa veikst. Orsökin er óljós en eigendunum grunar að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Rætt var við eigendur dýra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og eru þeir mjög áhyggjufullir. Dýrunum er ekki hleypt út eftirlitslausum. Blár fiskbiti fannst fyrir utan heimili eins kattarins og stuttu seinna kom eigandinn að kettinum mjög veikum. Grunur leikur á frostlögur hafi verið settur í bitann. „Hún var eiginlega komin út úr heiminum en stundi og stundi, algerlega máttlaus. Þetta var mikið áfall og skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást,“ segir Andrína Guðrún Jónsdóttir. Hún vonar að málið upplýsist en segist ekki vita hver gæti gert svona lagað. Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði „Þetta er eins og ósýnileg ógn. Maður veit ekkert og fer að efast um og tortryggja fólk í kringum sig. Sem er mjög slæmt.“ Svipuð mál, þar sem kettir hafa veikst í stórum stíl, hafa komið upp áður. Til dæmis á Eyrarbakka fyrir tveimur árum, í Hveragerði fyrir tíu árum og fyrr í sumar kom upp mál í Sandgerði þar sem margir kettir drápust vegna eitrunar. Aðspurður hvort að lögregluna gruni að eitrað hafi verið fyrir dýrunum, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að svo sé ekki. „Samt sem áður verðum við að fá fullvissu fyrir því hvort að þetta er eðlilegt eða ekki. Það gerum við með því að leita til vísindanna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, sem hefur málin til rannsóknar, er talið að kettirnir hafi dáið vegna eitrunar. Þorgrímur segir að reglur séu gildandi um ketti í Hveragerði, eins og víða annarsstaðar. „Þeir eiga til dæmis ekki að vera á víðavangi. Þannig að ég held að fólk þurfi að fara að gæta þess að fara eftir þeim reglum, svo þeir séu ekki utandyra nema undir eftirliti.“ Í samþykkt Hveragerðis um kattahald kemur hins vegar hvergi fram að lausaganga katta sé óheimil.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira