Nauðsynlegt að útvíkka starfsemi netöryggissveitar Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 13:41 Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir að árás Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins í gærkvöldi sé mjög alvarleg. Hann telur þó víst að samtökin hafi ekki komist inn á netþjóna stjórnarráðsins og þar með náð að stela eða eyðileggja mikilvæg gögn.Anonymous lamaði vef stjórnarráðsins, stjr.is, með árás í gærkvöldi og lágu vefirnir niðri í alla nótt. Hakkararnir hafa þar að auki birt lista yfir heimasíður fleiri íslenskra stofnana og fyrirtækja sem þau hyggjast ráðast á vegna hvalveiða Íslendinga og er HB Grandi þeirra á meðal. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir þetta kalla á að netöryggi stjórnarráðsins verði eflt. „Þessar árásir eru mjög alvarlegar og sína það að aðilar eins og Anonymous geta valdið verulegri þjónustuskerðingu á viðkvæmum vefnum hjá hinu opinbera og reyndar alls staðar ef að þeir beina árásum sínum þannig.“ Þessar árásir séu þess eðlis að erfitt sé að verjast þeim. „Það er þó hægt að gera tilteknar ráðstafanir til að draga úr áhrifum þeirra. Slíkar ráðstafanir þarf að skipuleggja fyrir fram og setja upp ákveðinn búnað og skipulag svo það sé hægt að beina árásunum á aðra staði og svo framvegis. Þannig að já ég tel að ef menn vilja vera nokkuð tryggir um það að geta minnkað áhrifa svona árása þá þarf að skipuleggja það fyrir fram, en það er ekki hægt að tryggja algerlega gegn árásum af þessu tagi.“Sjá einnig: Heimasíður stjórnarráðsins komnar upp aftur Þessi árás gefi þó engar vísbendingar um að Anonymous hafi komist inn í netkerfin sjálf og þar með komist í viðkvæm og mikilvæg gögn sem eru vistuð hjá ríkinu. Árásin hafi verið framkvæmd þannig að mikill fjöldi gagnapakka hafi verið sendur á netþjónanna sem kikni undan álaginu. En Hrafnkell Viðar segir nauðsynlegt fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem hótað sé að ráðast á að efla varnir sínar. „Við munum fara yfir þessi mál sameiginlega með þessum aðilum en það þarf hins vegar að geta þess að netöryggissveitin starfar fyrst og fremst fyrir fjarskiptageirann og er fjármögnuð af honum. Þannig að við beinum nú kannski fyrst sjónum okkar að fjarskiptageiranum almennt.“ Hrafnkell telur að fyrirtæki og stofnanir þurfi að vera á varðbergi gagnvart svona árásum. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir og ráðherra kynnti nú frumvarp til breytinga á lögum, sem hafði þetta að markmiði, í haust. Það er nú til vinnslu í innanríkisráðuneytinu,“ sagði Hrafnkell Viðar Gíslason. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir að árás Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins í gærkvöldi sé mjög alvarleg. Hann telur þó víst að samtökin hafi ekki komist inn á netþjóna stjórnarráðsins og þar með náð að stela eða eyðileggja mikilvæg gögn.Anonymous lamaði vef stjórnarráðsins, stjr.is, með árás í gærkvöldi og lágu vefirnir niðri í alla nótt. Hakkararnir hafa þar að auki birt lista yfir heimasíður fleiri íslenskra stofnana og fyrirtækja sem þau hyggjast ráðast á vegna hvalveiða Íslendinga og er HB Grandi þeirra á meðal. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir þetta kalla á að netöryggi stjórnarráðsins verði eflt. „Þessar árásir eru mjög alvarlegar og sína það að aðilar eins og Anonymous geta valdið verulegri þjónustuskerðingu á viðkvæmum vefnum hjá hinu opinbera og reyndar alls staðar ef að þeir beina árásum sínum þannig.“ Þessar árásir séu þess eðlis að erfitt sé að verjast þeim. „Það er þó hægt að gera tilteknar ráðstafanir til að draga úr áhrifum þeirra. Slíkar ráðstafanir þarf að skipuleggja fyrir fram og setja upp ákveðinn búnað og skipulag svo það sé hægt að beina árásunum á aðra staði og svo framvegis. Þannig að já ég tel að ef menn vilja vera nokkuð tryggir um það að geta minnkað áhrifa svona árása þá þarf að skipuleggja það fyrir fram, en það er ekki hægt að tryggja algerlega gegn árásum af þessu tagi.“Sjá einnig: Heimasíður stjórnarráðsins komnar upp aftur Þessi árás gefi þó engar vísbendingar um að Anonymous hafi komist inn í netkerfin sjálf og þar með komist í viðkvæm og mikilvæg gögn sem eru vistuð hjá ríkinu. Árásin hafi verið framkvæmd þannig að mikill fjöldi gagnapakka hafi verið sendur á netþjónanna sem kikni undan álaginu. En Hrafnkell Viðar segir nauðsynlegt fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem hótað sé að ráðast á að efla varnir sínar. „Við munum fara yfir þessi mál sameiginlega með þessum aðilum en það þarf hins vegar að geta þess að netöryggissveitin starfar fyrst og fremst fyrir fjarskiptageirann og er fjármögnuð af honum. Þannig að við beinum nú kannski fyrst sjónum okkar að fjarskiptageiranum almennt.“ Hrafnkell telur að fyrirtæki og stofnanir þurfi að vera á varðbergi gagnvart svona árásum. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir og ráðherra kynnti nú frumvarp til breytinga á lögum, sem hafði þetta að markmiði, í haust. Það er nú til vinnslu í innanríkisráðuneytinu,“ sagði Hrafnkell Viðar Gíslason.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira