Innanríkisráðherra boðar aðgerðir til að herða netöryggi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 19:11 Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira