Innanríkisráðherra boðar aðgerðir til að herða netöryggi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 19:11 Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira