Þrjú og hálft ár í fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2015 10:34 Maðurinn braut í tvígang gegn stúlkunni í íbúð hans í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku vorið 2010. Ingvar Dór var upphaflega dæmdur haustið 2013, einnig í þriggja og hálfs árs fangelsi, en Hæstiréttur ómerkti dóminn og krafðist þess að aðalmeðferð málsins fær fram á nýjan leik. Taldi Hæstiréttur að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins og héraðsdómur ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð hefðu verið fram. Maðurinn, sem var 25 ára þegar brotin voru framin á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur, hitti stúlkuna í tvígang á heimili sínu. Í fyrra skiptið áreitti hann hana kynferðislega en í hið síðara nauðgaði hann henni. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið í samskiptum við stúlkuna á samfélagsmiðlum en neitaði að hún hefði komið heim til hans. Aðspurður hvernig stúlkan gat gefið greinargóðar lýsingar á húsnæði hans hélt hann því fram að hver sem er ætti auðveldan aðgang að húsnæðinu. Ljóst er að maðurinn og stúlkan áttu í símasamskiptum dagana tvo sem þau hittust á heimili Ingvars Dórs. Þá fannst mynd í farsíma mannsins, tekin sama dag og nauðgunin fór fram, sem sýnir nakin rass í rúmi ákærða. Ingvar Dór staðfesti að myndin væri tekin í rúmi hans og sagði stúlkan að myndin væri af sér. Hún hefði snúið sér við um leið og hann var að taka myndina. Í dómnum kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og fái stuðning í framburði vitna og gögnum málsins. Engar trúverðugar skýringar hafi komið fram hjá Ingvari Dór hvernig stúlkan gat lýst húsnæðinu með jafn ítarlegum hætti. Þykir framburður hans um að hann hafi ekki hitt stúlkuna ótrúverðugur og var honum því hafnað.Taldi að sýkna ætti Ingvar Dór Einn dómenda, Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, gerir þá athugasemd að ákærði hafi frá upphafi neitað því að hafa átt kynferðismök við stúlkuna. Þá hafi ákærði ennfremur neitað því að hafa nokkru sinni hitt hana. Taldi hann að sýkna ætti Ingvar af ákærunni en þó ætti hann að greiða skaðabætur. Vísaði Pétur til álits Samúels V. Samúelssonar læknis sem sagði ekki hafa verið sýnt fram á að myndin í síma Ingvars Dórs hafi verið af stúlkunni. Ákærða og stúlkunni beri saman um það að þau hafi, á þeim tíma sem um ræðir, verið í talsverðum fjarskiptum, þar á meðal símasamskiptum. Álíti hann varhugavert að líta svo á að símagögnin í málinu geri meira en að styðja framburð þeirra að því leyti. Stúlkan, sem gefið hafi trúverðuga skýrslu fyrir dómi, hafi lýst íbúð ákærða allítarlega. Hann álíti þetta þó ekki nægja til þess að sanna að ákærði hafi haft kynferðismök við stúlkuna gegn eindreginni neitun hans. Ingvar Dór var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í bætur. Dómur féll þann 19. janúar síðastliðinn en hefur nýlega verið birtur á vefsíðu héraðsdóms.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku vorið 2010. Ingvar Dór var upphaflega dæmdur haustið 2013, einnig í þriggja og hálfs árs fangelsi, en Hæstiréttur ómerkti dóminn og krafðist þess að aðalmeðferð málsins fær fram á nýjan leik. Taldi Hæstiréttur að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins og héraðsdómur ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð hefðu verið fram. Maðurinn, sem var 25 ára þegar brotin voru framin á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur, hitti stúlkuna í tvígang á heimili sínu. Í fyrra skiptið áreitti hann hana kynferðislega en í hið síðara nauðgaði hann henni. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið í samskiptum við stúlkuna á samfélagsmiðlum en neitaði að hún hefði komið heim til hans. Aðspurður hvernig stúlkan gat gefið greinargóðar lýsingar á húsnæði hans hélt hann því fram að hver sem er ætti auðveldan aðgang að húsnæðinu. Ljóst er að maðurinn og stúlkan áttu í símasamskiptum dagana tvo sem þau hittust á heimili Ingvars Dórs. Þá fannst mynd í farsíma mannsins, tekin sama dag og nauðgunin fór fram, sem sýnir nakin rass í rúmi ákærða. Ingvar Dór staðfesti að myndin væri tekin í rúmi hans og sagði stúlkan að myndin væri af sér. Hún hefði snúið sér við um leið og hann var að taka myndina. Í dómnum kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og fái stuðning í framburði vitna og gögnum málsins. Engar trúverðugar skýringar hafi komið fram hjá Ingvari Dór hvernig stúlkan gat lýst húsnæðinu með jafn ítarlegum hætti. Þykir framburður hans um að hann hafi ekki hitt stúlkuna ótrúverðugur og var honum því hafnað.Taldi að sýkna ætti Ingvar Dór Einn dómenda, Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, gerir þá athugasemd að ákærði hafi frá upphafi neitað því að hafa átt kynferðismök við stúlkuna. Þá hafi ákærði ennfremur neitað því að hafa nokkru sinni hitt hana. Taldi hann að sýkna ætti Ingvar af ákærunni en þó ætti hann að greiða skaðabætur. Vísaði Pétur til álits Samúels V. Samúelssonar læknis sem sagði ekki hafa verið sýnt fram á að myndin í síma Ingvars Dórs hafi verið af stúlkunni. Ákærða og stúlkunni beri saman um það að þau hafi, á þeim tíma sem um ræðir, verið í talsverðum fjarskiptum, þar á meðal símasamskiptum. Álíti hann varhugavert að líta svo á að símagögnin í málinu geri meira en að styðja framburð þeirra að því leyti. Stúlkan, sem gefið hafi trúverðuga skýrslu fyrir dómi, hafi lýst íbúð ákærða allítarlega. Hann álíti þetta þó ekki nægja til þess að sanna að ákærði hafi haft kynferðismök við stúlkuna gegn eindreginni neitun hans. Ingvar Dór var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í bætur. Dómur féll þann 19. janúar síðastliðinn en hefur nýlega verið birtur á vefsíðu héraðsdóms.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira