Bjarni og Frímann vilja sýna að ástin er allskonar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. ágúst 2015 13:57 Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson hafa verið giftir frá árinu 2008. Mynd/Pjetur Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann. Hinsegin Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann.
Hinsegin Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira