Smíðar hraðbáta fyrir ríkasta fólk í heimi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Gunnar Víkingur hefur búið í Ástralíu frá 15 ára aldri. vísir/ernir Gunnar Þór Gunnarsson, eða Gunnar Víkingur, hefur síðustu þrjátíu árin smíðað hraðbáta fyrir ríkustu fjölskyldur heims. Gunnar fluttist til Perth í Ástralíu fimmtán ára gamall árið 1969 og hóf að nema bátasmíði ári síðar. Árið 1982 stofnaði hann skipasmíðastöðina Vikal Internation sem sérhæfir sig í smíði hraðbáta. „Við seljum til þrjú til fjögur hundruð ríkustu fjölskyldna í heimi, við vinnum bara innan þeirra marka,“ segir Gunnar. „Við höfum gert ýmislegt til að komast í þessa stöðu, og við byrjuðum ekki að selja inn á þennan markað fyrr en tíu árum eftir stofnun.“ Vikal International sérhæfir sig í lúxushraðbátum fyrir stórar snekkjur. „Snekkjur á stærð við stærstu togara Íslands bera um borð smábáta og við smíðum þá. Þetta eru eins konar ferjur fyrir eigendurna og gesti þeirra, og í raun leikföng líka. Það eru alltaf sérþarfir fyrir hvern bát,“ segir Gunnar og áréttar að um hágæðaframleiðslu sé að ræða. „Sumir af þessum bátum eru í rauninni bara eins og stórir skartgripir. Fólkið sem kaupir þessa báta er fólk sem er búið að kaupa allt annað. Þetta er eiginlega það síðasta sem þú þarft að eiga. Þú kaupir ekki svona bát fyrr en þú ert búinn að panta skipið, og átt nú þegar nokkur hús, þyrlu og flugvél og allt annað sem þér dettur í hug.“Hraðbátarnir eru vinsælir meðal snekkjueigenda. Mynd/Vikal InternationalGunnar rekur starfsemina ásamt syni sínum. Þeir smíða að jafnaði þrjá báta á ári og hafa smíðað fimmtíu og fimm báta frá því að fyrirtækið var stofnað. „Það er ekki hægt að smíða marga báta á ári og það eru ekki pantaðir nema fáir svo þetta gengur alveg upp.“ Gunnar segir söluna vera mjög sveiflukennda og velta mikið á efnahagsástandi heimsins. Hann segir að efnahagshrunið hafi haft áhrif. En nú sé þetta komið á fleygiferð aftur. Fyrirtækið hefur stækkað frá stofnun en Gunnar segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á útrás. „Þetta er rosalega takmarkaður markaður og við erum ekki í því að stækka eins mikið og hægt er. Hann sonur minn stækkar fyrirtækið kannski í framtíðinni, það er undir honum komið.“ Gunnar á sjálfur einn bát en segist ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. „Ef maður hefur unnið við bátasmíði sex daga vikunnar mestalla ævina þá vill maður ekki eyða sjöunda deginum við það að leika sér um borð í bát.“ Fréttir af flugi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson, eða Gunnar Víkingur, hefur síðustu þrjátíu árin smíðað hraðbáta fyrir ríkustu fjölskyldur heims. Gunnar fluttist til Perth í Ástralíu fimmtán ára gamall árið 1969 og hóf að nema bátasmíði ári síðar. Árið 1982 stofnaði hann skipasmíðastöðina Vikal Internation sem sérhæfir sig í smíði hraðbáta. „Við seljum til þrjú til fjögur hundruð ríkustu fjölskyldna í heimi, við vinnum bara innan þeirra marka,“ segir Gunnar. „Við höfum gert ýmislegt til að komast í þessa stöðu, og við byrjuðum ekki að selja inn á þennan markað fyrr en tíu árum eftir stofnun.“ Vikal International sérhæfir sig í lúxushraðbátum fyrir stórar snekkjur. „Snekkjur á stærð við stærstu togara Íslands bera um borð smábáta og við smíðum þá. Þetta eru eins konar ferjur fyrir eigendurna og gesti þeirra, og í raun leikföng líka. Það eru alltaf sérþarfir fyrir hvern bát,“ segir Gunnar og áréttar að um hágæðaframleiðslu sé að ræða. „Sumir af þessum bátum eru í rauninni bara eins og stórir skartgripir. Fólkið sem kaupir þessa báta er fólk sem er búið að kaupa allt annað. Þetta er eiginlega það síðasta sem þú þarft að eiga. Þú kaupir ekki svona bát fyrr en þú ert búinn að panta skipið, og átt nú þegar nokkur hús, þyrlu og flugvél og allt annað sem þér dettur í hug.“Hraðbátarnir eru vinsælir meðal snekkjueigenda. Mynd/Vikal InternationalGunnar rekur starfsemina ásamt syni sínum. Þeir smíða að jafnaði þrjá báta á ári og hafa smíðað fimmtíu og fimm báta frá því að fyrirtækið var stofnað. „Það er ekki hægt að smíða marga báta á ári og það eru ekki pantaðir nema fáir svo þetta gengur alveg upp.“ Gunnar segir söluna vera mjög sveiflukennda og velta mikið á efnahagsástandi heimsins. Hann segir að efnahagshrunið hafi haft áhrif. En nú sé þetta komið á fleygiferð aftur. Fyrirtækið hefur stækkað frá stofnun en Gunnar segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á útrás. „Þetta er rosalega takmarkaður markaður og við erum ekki í því að stækka eins mikið og hægt er. Hann sonur minn stækkar fyrirtækið kannski í framtíðinni, það er undir honum komið.“ Gunnar á sjálfur einn bát en segist ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. „Ef maður hefur unnið við bátasmíði sex daga vikunnar mestalla ævina þá vill maður ekki eyða sjöunda deginum við það að leika sér um borð í bát.“
Fréttir af flugi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira