Sjaldan sakfellt fyrir rangar sakargiftir Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Innan tíðar verður tekið fyrir í Hæstarétti mál konu sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir í héraði. Hún hafði áður kært átta manns fyrir kynferðisbrot. Hæstiréttur hefur aldrei sakfellt í slíku máli. vísir/gva „Það að kynferðisbrot sé fellt niður þýðir ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Hæstiréttur hefur hingað til aldrei staðfest dóm um rangar sakargiftir yfir konu sem áður hefur kært kæranda fyrir kynferðisbrot. Þann 29. október síðastliðinn sýknaði Hæstiréttur konu af röngum sakargiftum en hún hafði verið dæmd fyrir héraðsdómi. Íslensk kona var í júní sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að saka átta manns um kynferðisbrot, þar á meðal þrjú sem ekki voru í samkvæminu þar sem brotið á að hafa átt sér stað í. Meðal annars sagði hún mann hafa stungið fingri í endaþarm hennar og annan hafa sprautað hana með sprautunál í andlit og leggöng.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknarivísir/valliÍ dómi kemur fram að minningar úr samkvæminu hafi rifjast smátt og smátt upp fyrir henni dagana eftir ætlað brot. Geðlæknar voru kallaðir til sem staðfestu að þetta væri upplifun konunnar þó „síðan komi til aðrir hlutir sem ótrúlegt sé að hafi gerst og missi sagan þá fótanna“. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Árið 2014 barst 31 kæra um rangar sakargiftir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær geta verið margvíslegar og snúa ekki allar að kynferðisbrotum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur hefur skorað á þingmenn að setja lög sem banni kærur um rangar sakargiftir fyrr en kynferðisbrotamál hefur verið til lykta leitt í kerfinu. Hún segir á Facebook-síðu sinni að starfandi lögmenn hafi bent á að kærur um rangar sakargiftir séu augljós tilraun til að afvegaleiða rannsókn kynferðisbrotamála og draga úr þrótti brotaþola.Tölurnar sýna að það er ólíklegt að slík kæra nái fram að ganga. Einungis sjö dóma er að finna á internetinu þar sem reynt hefur á hvort kærandi kynferðisbrots hafi logið til um brotið. Og Hæstiréttur hefur hingað til ekki sakfellt nema ákærði játi á sig lygarnar. „Oft á tíðum eru bara tveir til frásagnar. Ef við metum sem svo að það liggi ekki fyrir nægilega sterk sönnunargögn í kynferðisbroti þá er oft um sömu erfiðleika að etja varðandi sönnun um rangar sakargiftir,“ segir Kolbrún. Hún áréttar að þegar mál eru felld niður hjá ríkissaksóknara sé embættið ekki að slá neinu föstu um hvort kærandi sé að ljúga, eða segja satt. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Það að kynferðisbrot sé fellt niður þýðir ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Hæstiréttur hefur hingað til aldrei staðfest dóm um rangar sakargiftir yfir konu sem áður hefur kært kæranda fyrir kynferðisbrot. Þann 29. október síðastliðinn sýknaði Hæstiréttur konu af röngum sakargiftum en hún hafði verið dæmd fyrir héraðsdómi. Íslensk kona var í júní sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að saka átta manns um kynferðisbrot, þar á meðal þrjú sem ekki voru í samkvæminu þar sem brotið á að hafa átt sér stað í. Meðal annars sagði hún mann hafa stungið fingri í endaþarm hennar og annan hafa sprautað hana með sprautunál í andlit og leggöng.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknarivísir/valliÍ dómi kemur fram að minningar úr samkvæminu hafi rifjast smátt og smátt upp fyrir henni dagana eftir ætlað brot. Geðlæknar voru kallaðir til sem staðfestu að þetta væri upplifun konunnar þó „síðan komi til aðrir hlutir sem ótrúlegt sé að hafi gerst og missi sagan þá fótanna“. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Árið 2014 barst 31 kæra um rangar sakargiftir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær geta verið margvíslegar og snúa ekki allar að kynferðisbrotum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur hefur skorað á þingmenn að setja lög sem banni kærur um rangar sakargiftir fyrr en kynferðisbrotamál hefur verið til lykta leitt í kerfinu. Hún segir á Facebook-síðu sinni að starfandi lögmenn hafi bent á að kærur um rangar sakargiftir séu augljós tilraun til að afvegaleiða rannsókn kynferðisbrotamála og draga úr þrótti brotaþola.Tölurnar sýna að það er ólíklegt að slík kæra nái fram að ganga. Einungis sjö dóma er að finna á internetinu þar sem reynt hefur á hvort kærandi kynferðisbrots hafi logið til um brotið. Og Hæstiréttur hefur hingað til ekki sakfellt nema ákærði játi á sig lygarnar. „Oft á tíðum eru bara tveir til frásagnar. Ef við metum sem svo að það liggi ekki fyrir nægilega sterk sönnunargögn í kynferðisbroti þá er oft um sömu erfiðleika að etja varðandi sönnun um rangar sakargiftir,“ segir Kolbrún. Hún áréttar að þegar mál eru felld niður hjá ríkissaksóknara sé embættið ekki að slá neinu föstu um hvort kærandi sé að ljúga, eða segja satt.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira