Sjaldan sakfellt fyrir rangar sakargiftir Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Innan tíðar verður tekið fyrir í Hæstarétti mál konu sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir í héraði. Hún hafði áður kært átta manns fyrir kynferðisbrot. Hæstiréttur hefur aldrei sakfellt í slíku máli. vísir/gva „Það að kynferðisbrot sé fellt niður þýðir ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Hæstiréttur hefur hingað til aldrei staðfest dóm um rangar sakargiftir yfir konu sem áður hefur kært kæranda fyrir kynferðisbrot. Þann 29. október síðastliðinn sýknaði Hæstiréttur konu af röngum sakargiftum en hún hafði verið dæmd fyrir héraðsdómi. Íslensk kona var í júní sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að saka átta manns um kynferðisbrot, þar á meðal þrjú sem ekki voru í samkvæminu þar sem brotið á að hafa átt sér stað í. Meðal annars sagði hún mann hafa stungið fingri í endaþarm hennar og annan hafa sprautað hana með sprautunál í andlit og leggöng.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknarivísir/valliÍ dómi kemur fram að minningar úr samkvæminu hafi rifjast smátt og smátt upp fyrir henni dagana eftir ætlað brot. Geðlæknar voru kallaðir til sem staðfestu að þetta væri upplifun konunnar þó „síðan komi til aðrir hlutir sem ótrúlegt sé að hafi gerst og missi sagan þá fótanna“. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Árið 2014 barst 31 kæra um rangar sakargiftir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær geta verið margvíslegar og snúa ekki allar að kynferðisbrotum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur hefur skorað á þingmenn að setja lög sem banni kærur um rangar sakargiftir fyrr en kynferðisbrotamál hefur verið til lykta leitt í kerfinu. Hún segir á Facebook-síðu sinni að starfandi lögmenn hafi bent á að kærur um rangar sakargiftir séu augljós tilraun til að afvegaleiða rannsókn kynferðisbrotamála og draga úr þrótti brotaþola.Tölurnar sýna að það er ólíklegt að slík kæra nái fram að ganga. Einungis sjö dóma er að finna á internetinu þar sem reynt hefur á hvort kærandi kynferðisbrots hafi logið til um brotið. Og Hæstiréttur hefur hingað til ekki sakfellt nema ákærði játi á sig lygarnar. „Oft á tíðum eru bara tveir til frásagnar. Ef við metum sem svo að það liggi ekki fyrir nægilega sterk sönnunargögn í kynferðisbroti þá er oft um sömu erfiðleika að etja varðandi sönnun um rangar sakargiftir,“ segir Kolbrún. Hún áréttar að þegar mál eru felld niður hjá ríkissaksóknara sé embættið ekki að slá neinu föstu um hvort kærandi sé að ljúga, eða segja satt. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
„Það að kynferðisbrot sé fellt niður þýðir ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Hæstiréttur hefur hingað til aldrei staðfest dóm um rangar sakargiftir yfir konu sem áður hefur kært kæranda fyrir kynferðisbrot. Þann 29. október síðastliðinn sýknaði Hæstiréttur konu af röngum sakargiftum en hún hafði verið dæmd fyrir héraðsdómi. Íslensk kona var í júní sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að saka átta manns um kynferðisbrot, þar á meðal þrjú sem ekki voru í samkvæminu þar sem brotið á að hafa átt sér stað í. Meðal annars sagði hún mann hafa stungið fingri í endaþarm hennar og annan hafa sprautað hana með sprautunál í andlit og leggöng.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknarivísir/valliÍ dómi kemur fram að minningar úr samkvæminu hafi rifjast smátt og smátt upp fyrir henni dagana eftir ætlað brot. Geðlæknar voru kallaðir til sem staðfestu að þetta væri upplifun konunnar þó „síðan komi til aðrir hlutir sem ótrúlegt sé að hafi gerst og missi sagan þá fótanna“. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Árið 2014 barst 31 kæra um rangar sakargiftir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær geta verið margvíslegar og snúa ekki allar að kynferðisbrotum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur hefur skorað á þingmenn að setja lög sem banni kærur um rangar sakargiftir fyrr en kynferðisbrotamál hefur verið til lykta leitt í kerfinu. Hún segir á Facebook-síðu sinni að starfandi lögmenn hafi bent á að kærur um rangar sakargiftir séu augljós tilraun til að afvegaleiða rannsókn kynferðisbrotamála og draga úr þrótti brotaþola.Tölurnar sýna að það er ólíklegt að slík kæra nái fram að ganga. Einungis sjö dóma er að finna á internetinu þar sem reynt hefur á hvort kærandi kynferðisbrots hafi logið til um brotið. Og Hæstiréttur hefur hingað til ekki sakfellt nema ákærði játi á sig lygarnar. „Oft á tíðum eru bara tveir til frásagnar. Ef við metum sem svo að það liggi ekki fyrir nægilega sterk sönnunargögn í kynferðisbroti þá er oft um sömu erfiðleika að etja varðandi sönnun um rangar sakargiftir,“ segir Kolbrún. Hún áréttar að þegar mál eru felld niður hjá ríkissaksóknara sé embættið ekki að slá neinu föstu um hvort kærandi sé að ljúga, eða segja satt.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira