Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2015 13:47 Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. VÍSIR/STEFÁN Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“ Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“
Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30