Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:45 Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu." Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu."
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira