Hinsvegar tókst Ingvari að vinna salinn á sitt band eftir að uppistandinu lauk. Bubbi byrjaði á að segja kannski, sagði svo nei, en eftir hvatningu frá salnum endaði Bubbi á að segja já. Selma Björnsdóttir sagði næst nei en Jón Jónsson sagði já.
Því féll úrslitaatkvæðið Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í skaut. Þorgerður sagði að salurinn væri „í tómri steypu.“ En að lokum gaf Þorgerður sig, sagði já, og hleypti Ingvari áfram.
Auddi spurði Ingvar þegar hann kom af sviðinu hvað hefði eiginlega gerst. Auddi hélt að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem einhver væri x-aður út en kæmist samt áfram.
„Þetta er mesta múgæsing sem ég hef upplifað,“ sagði Jón Jónsson.
Í myndböndunum hér að neðan má sjá atriði Ingvars nú og fyrir ári síðan.