Hamfarakenndar breytingar á norðurslóðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. mars 2015 18:21 Stórfelldar breytingar eiga sér stað í Norðuríshafi þar sem umfang hafíss minnkar hratt með hækkandi meðalhitastigi Jarðar. Hafeðlisfræðingur segir pólísinn vera táknmynd loftslagsbreytinga og lýsir þróuninni sem hamfarakenndum breytingum. Á þessum tíma árs nær umfang hafíss í Norðuríshafi vetrarhámarki. Á dögunum urðu vísindamenn vitni að því þegar þetta hámark náði sögulegum lægðum. Hlýnun Jarðar er hvað mest á norðurslóðum og Norðurskautið er góður mælikvarði á þessar breytingar. Þegar vetrarís nær hámarki tekur hann að bráðna og í sumar nær hann lágmarki sínu. Minni vetrarís er traust vísbending um um lítinn ís í lok sumars.Guli liturinn sýnir hvernig vetrar-hámarkið hefur minnkað síðan 1980.VÍSIR/NASAMyndband sem bandaríska geimferðastofnunin NASA birti á dögunum sýnir útbreiðslu hafíss á norðurslóðum í vetur. Þar sést hvernig umfang hans fer minnkandi við strendur Rússlands og Alaska, einnig hvernig vetrarhafísinn hefur minnkað á síðustu 35 árum. „Það er minni ís framleiddur í vetur, þegar hann er í hámarki,“ segir Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur. „Þá er minna sem kemur inn á sumarið til bráðnunar og hafið er þá opnara í sumar og þá höfum við nauðsynlega forsendu fyrir því að það verði lítill ís í lok sumars.“ Vísindamenn eru sannfærðir um að bráðnun hafís sé knúin áfram af loftslagsbreytingum. Áætlað er að höfin gleypi 70-80% af hlýnun Jarðar, ef litið er til orkumagns. Áhrifin eru margþætt. Allt frá nýjum siglingaleiðum yfir sumarmánuði, til mögulegra áhrif á veðurfar.Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur.„Það er alveg greinilegt að þessi opnun er að hafa áhrif á veðrakerfin. Það er að verða vindasamara, ísinn streymir hraðar og það eru ýmsar breytingar sem eru til þess að fallnar að hafa víðtæk áhrif á loftslagskerfin.“ Sem dæmi um breytingar á pólhafinu nægir að horfa á uppbrot í Beaufort-hafi. Í myndskeiði sem háskólinn í Delaware tók saman í mars árið 2013 sést hvernig ísbreiðan hrynur í sundur í mars og febrúar. „Ef við setjum þetta í samhengi þá er rúmmál af ísi í pólhafinu í desember svipað og var í sumar-lágmarki 1979. Þannig að það er orðið sumarástand um miðjan vetur samanborið við 1979,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt getur hafís og bráðnun hans ekki orðið til þess að hækka sjávarborð. Þar með er ekki sagt að bráðnun ísmassa sé ekki áhyggjuefni. Stærra og opnara hafsvæði gleypir meira sólarljós en það sem þakið er hafís. Svæðið hitnar í kjölfarið og sú staðreynd skiptir sannarlega máli þegar framtíð Grænlandsjökuls er annars vegar.Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart.VÍSIR/GETTYBráðni íshella Grænlands, sem er í kringum 2.850.000 rúmkílómetrar af ferskvatni, mun hnattrænt sjávarborð hækka um 7 metra að meðaltali. Grænlandsjökull bráðnar hratt um þessar mundir. Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart. Minnkunin sé stöðug. Þetta á bæði við um útbreiðslu og ísmassa – það er þynnra sem er eftir. Ótrúlegt uppbrot Beaufort-hafi náðist á gervitunglamynd í mars 2013.VÍSIR/HÁSKÓLINN Í DELAWAREÞessar hröðu og miklu breytingar hafa komið vísindamönnum í opna skjöldu enda gera loftslagslíkön ekki ráð fyrir svo mikilli bráðnun. Björn segir tölurnar tala sínu máli. „Í raun og veru segja gögnin miklu skýrari sögu heldur en líkönin sem eru að reyna að lýsa þessu. [...] Líkön eru ófullkomin og það er mikil vinna í gangi við að koma þeim lengra.“ „Alveg frá 2007 hefur mér fundist þetta vera hamfarakenndar breytingar í pólhafinu,“ segir Björn. „Hafísinn hefur orðið merki loftslagsbreytinga. Það er eiginlega synd til þess að vita að við getum skilið þetta betur með rannsóknum og svarað þessari spurningu um hvort að þetta haldi áfram.“ Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Stórfelldar breytingar eiga sér stað í Norðuríshafi þar sem umfang hafíss minnkar hratt með hækkandi meðalhitastigi Jarðar. Hafeðlisfræðingur segir pólísinn vera táknmynd loftslagsbreytinga og lýsir þróuninni sem hamfarakenndum breytingum. Á þessum tíma árs nær umfang hafíss í Norðuríshafi vetrarhámarki. Á dögunum urðu vísindamenn vitni að því þegar þetta hámark náði sögulegum lægðum. Hlýnun Jarðar er hvað mest á norðurslóðum og Norðurskautið er góður mælikvarði á þessar breytingar. Þegar vetrarís nær hámarki tekur hann að bráðna og í sumar nær hann lágmarki sínu. Minni vetrarís er traust vísbending um um lítinn ís í lok sumars.Guli liturinn sýnir hvernig vetrar-hámarkið hefur minnkað síðan 1980.VÍSIR/NASAMyndband sem bandaríska geimferðastofnunin NASA birti á dögunum sýnir útbreiðslu hafíss á norðurslóðum í vetur. Þar sést hvernig umfang hans fer minnkandi við strendur Rússlands og Alaska, einnig hvernig vetrarhafísinn hefur minnkað á síðustu 35 árum. „Það er minni ís framleiddur í vetur, þegar hann er í hámarki,“ segir Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur. „Þá er minna sem kemur inn á sumarið til bráðnunar og hafið er þá opnara í sumar og þá höfum við nauðsynlega forsendu fyrir því að það verði lítill ís í lok sumars.“ Vísindamenn eru sannfærðir um að bráðnun hafís sé knúin áfram af loftslagsbreytingum. Áætlað er að höfin gleypi 70-80% af hlýnun Jarðar, ef litið er til orkumagns. Áhrifin eru margþætt. Allt frá nýjum siglingaleiðum yfir sumarmánuði, til mögulegra áhrif á veðurfar.Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur.„Það er alveg greinilegt að þessi opnun er að hafa áhrif á veðrakerfin. Það er að verða vindasamara, ísinn streymir hraðar og það eru ýmsar breytingar sem eru til þess að fallnar að hafa víðtæk áhrif á loftslagskerfin.“ Sem dæmi um breytingar á pólhafinu nægir að horfa á uppbrot í Beaufort-hafi. Í myndskeiði sem háskólinn í Delaware tók saman í mars árið 2013 sést hvernig ísbreiðan hrynur í sundur í mars og febrúar. „Ef við setjum þetta í samhengi þá er rúmmál af ísi í pólhafinu í desember svipað og var í sumar-lágmarki 1979. Þannig að það er orðið sumarástand um miðjan vetur samanborið við 1979,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt getur hafís og bráðnun hans ekki orðið til þess að hækka sjávarborð. Þar með er ekki sagt að bráðnun ísmassa sé ekki áhyggjuefni. Stærra og opnara hafsvæði gleypir meira sólarljós en það sem þakið er hafís. Svæðið hitnar í kjölfarið og sú staðreynd skiptir sannarlega máli þegar framtíð Grænlandsjökuls er annars vegar.Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart.VÍSIR/GETTYBráðni íshella Grænlands, sem er í kringum 2.850.000 rúmkílómetrar af ferskvatni, mun hnattrænt sjávarborð hækka um 7 metra að meðaltali. Grænlandsjökull bráðnar hratt um þessar mundir. Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart. Minnkunin sé stöðug. Þetta á bæði við um útbreiðslu og ísmassa – það er þynnra sem er eftir. Ótrúlegt uppbrot Beaufort-hafi náðist á gervitunglamynd í mars 2013.VÍSIR/HÁSKÓLINN Í DELAWAREÞessar hröðu og miklu breytingar hafa komið vísindamönnum í opna skjöldu enda gera loftslagslíkön ekki ráð fyrir svo mikilli bráðnun. Björn segir tölurnar tala sínu máli. „Í raun og veru segja gögnin miklu skýrari sögu heldur en líkönin sem eru að reyna að lýsa þessu. [...] Líkön eru ófullkomin og það er mikil vinna í gangi við að koma þeim lengra.“ „Alveg frá 2007 hefur mér fundist þetta vera hamfarakenndar breytingar í pólhafinu,“ segir Björn. „Hafísinn hefur orðið merki loftslagsbreytinga. Það er eiginlega synd til þess að vita að við getum skilið þetta betur með rannsóknum og svarað þessari spurningu um hvort að þetta haldi áfram.“
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira