Hvað myndi gerast ef kjarnorkusprengju yrði varpað á Ísland? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 17:15 Stór hluti stjórnkerfis Íslands er staðsettur innan þessa svæðis. Nukemap Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30. Fréttir af flugi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30.
Fréttir af flugi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira