Hvað myndi gerast ef kjarnorkusprengju yrði varpað á Ísland? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 17:15 Stór hluti stjórnkerfis Íslands er staðsettur innan þessa svæðis. Nukemap Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna og bandamanna á Hiroshima í Japan. Ef sambærileg sprengja myndi springa yfir Þingholtunum myndu langflestar byggingar í miðborg Reykjavíkur verða jafnaðar við jörðu. Harpan, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja, Alþingishúsið. Allt myndi þetta fara og meira til. Allir þeir sem staðsettir væru á þessu svæði myndu deyja eða slasast alvarlega, nánast samstundis vegna sprengjunnar. Með hjálp vefforritsins Nukemap, sem sagnfræðingurinn Alex Wellerstein útbjó árið 2012 til þess að almenningur gæti betur áttað sig á krafti kjarnorkuvopna, hefur Vísir tekið saman hvaða áhrif sambærileg kjarnorkusprengja og varpað var á Hiroshima myndi hafa ef henni væri varpað á helstu þéttbýliskjarna Íslands. Þann 6. ágúst 1945 hóf Enola Gay, B-29 flugvél bandaríska hersins, sig á loft með kjarnorkusprengju innanborðs. Nokkrum tímum síðar höfðu 80.000 íbúar látið lífið í sprengingunni sem gjöreyðilagði um 70% af byggingum Hiroshima. Þegar allt er talið saman er talið að um 220.000 manns hafi týnt lífi vegna kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Eftir að hafa orðið vitni að gjöreyðileggingu af völdum kjarnorkusprengjunnar hefur mannkynið sem betur fer ekki séð slíkar sprengjur notaðar til árása, þrátt fyrir að þróun á þeim hafi haldið áfram. AkureyriNukemapNánast ekkert yrði eftir af Akureyri ef sprengjunni yrði varpað yfir miðbænum. Aðeins íbúar í Síðuhverfinu myndu sleppa í fyrstu vegna sprengingarinnar þó spurning sé hvort að fjallendi í nágrenni myndu magna upp áhrif sprengingarinnar. Góðu fréttirnar er þó þær að flugvöllurinn ætti að sleppa þannig að hægt væri að fljúga með slasaða í burtu.HöfuðborgarsvæðiðNukemapKjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima telst þó vera agnarsmá í dag. En ef svokölluð Trident sprengja sem er í kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjahers yrði sprengd yfir höfuðborgarsvæðinu myndi ekkert sveitarfélag innan þess sleppa. Sú sprengja er 30 sinnum stærri en Hiroshima-sprengjan.SuðvesturhorniðNukemapJafnvel hún telst þó lítil í samanburði við stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið. Hún nefndist Tzar-Bomba eða Keisarasprengjan og var sprengt í tilraunaskyni. Hún var 500 kílótonn og myndi hreinlega þurrka út Suðvesturhorn landsins eins og það leggur sig, allt frá Borgarnesi að Hellu. Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb Hiroshima og Nagasaki verða á Tjörninni í Reykjavík í kvöld auk þess sem að sambærileg kertafleyting verður við tjörnina í Innbænum á Akureyri. Athafnirnar hefjast kl. 22.30.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira