Seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelum Ingvar Haraldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi að undanförnu og þeim mun fjölga enn frekar á næstunni. vísir/gva Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira