Hluthafar í Símanum hafa samband við Ásmund Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2015 18:27 Hluthafar í Símanum hafa haft samband við þingmanninn og hafa áhyggjur af stöðu mála. visir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir það á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu að ýmsir hluthafar í Símanum hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af stöðu Símans. Ásmundur fór mikinn í þingræðu í gær, eins og Vísir hefur greint frá, og hvatti almenning til þess að hætta að skipta við Símann. Ástæðurnar eru þær að þingmanninum blöskraði það að völdum einstaklingum, stjórnendum, gæfist færi á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu áður en það færi á markað. Fyrirsjáanlegur hagur hvers um sig skiptir milljónum. „Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni og hélt svo áfram: „Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum sal, og ég segi það við þjóðina: Við þurfum þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og í atvinnulífinu. Það er alger hörmung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti viðskiptum við fyrirtæki eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“ Ásmundur hlaut ákúrur frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, sem hvatti þingmenn til að gæta orða sinna. Og vanda sitt tal. En, Ásmundur lætur það ekki trufla sig í einarðri afstöðu sinni. „Nú eru hluthafar í Símanum byrjaðir að hringja í mig og senda mér skilaboð um að þeir hafi áhyggur af stöðu Símans. Ég er ekki hissa, lausnin liggur hjá yfirmönnunum sem eiga að spila leikinn eftir sömu reglum og aðrir. Það er eina sanngirnin í málinu að þeir skili illafengnum hlutabréfum til baka og fari að leikreglum markaðarins. Verum þar og fordæmum sérhagsmundindlapotið,“ skrifar Ásmundur og hvetur til samstöðu gegn slíkri ósvinnu.Í gær flutti ég harorða ræðu í þinginu. Ég þoli ekki mimunum eða sérhagsmunadindlapot og mér finnst eins og fólkið í...Posted by Ásmundur Friðriksson on 12. nóvember 2015 Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55 Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00 Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir það á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu að ýmsir hluthafar í Símanum hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af stöðu Símans. Ásmundur fór mikinn í þingræðu í gær, eins og Vísir hefur greint frá, og hvatti almenning til þess að hætta að skipta við Símann. Ástæðurnar eru þær að þingmanninum blöskraði það að völdum einstaklingum, stjórnendum, gæfist færi á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu áður en það færi á markað. Fyrirsjáanlegur hagur hvers um sig skiptir milljónum. „Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni og hélt svo áfram: „Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum sal, og ég segi það við þjóðina: Við þurfum þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og í atvinnulífinu. Það er alger hörmung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti viðskiptum við fyrirtæki eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“ Ásmundur hlaut ákúrur frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, sem hvatti þingmenn til að gæta orða sinna. Og vanda sitt tal. En, Ásmundur lætur það ekki trufla sig í einarðri afstöðu sinni. „Nú eru hluthafar í Símanum byrjaðir að hringja í mig og senda mér skilaboð um að þeir hafi áhyggur af stöðu Símans. Ég er ekki hissa, lausnin liggur hjá yfirmönnunum sem eiga að spila leikinn eftir sömu reglum og aðrir. Það er eina sanngirnin í málinu að þeir skili illafengnum hlutabréfum til baka og fari að leikreglum markaðarins. Verum þar og fordæmum sérhagsmundindlapotið,“ skrifar Ásmundur og hvetur til samstöðu gegn slíkri ósvinnu.Í gær flutti ég harorða ræðu í þinginu. Ég þoli ekki mimunum eða sérhagsmunadindlapot og mér finnst eins og fólkið í...Posted by Ásmundur Friðriksson on 12. nóvember 2015
Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55 Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00 Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55
Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00
Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00