Innlent

Frú Vigdís: Mikið verk óunnið í jafnréttismálum

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti segir að þótt mikill árangur hafi náðst í jafnréttismálum sé merkilegt að ekki hafi tekist að ná launajafnrétti þótt 40 ár séu liðin frá lagasetningu þess efnis.

Vigdís, sem var fyrsti kvenkyns lýðræðislega kjörni þjóðhöfðinginn í heiminum, var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá kosningarétti kvenna. Á táknrænan hátt var viðtalið tekið við styttuna af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem tók sæti á Alþingi, en styttan var vígð fyrr um daginn í tilefni vegna þessara merku tímamóta.

„Það er mér efst í huga hvað mikið hefur áunnist á þessum hundrað árum því konar voru næstum því ósýnilegar í pólitíkinni langt framan af síðustu öld þótt þær hefðu kosningarétt. Þær voru mjög sýnilegar í (innsk. i mannúðarmálum) eins og að byggja spítala og í góðverkum en þær létu ekki mikið að sér kveða í stjórnmálum. Það er mjög merkilegt að það eru fjörutíu ár síðan að launajafnfrétti var samþykkt sem lög og það hefur ekki ennþá gengið í gegn,“ sagði Vigdís m.a. í viðtalinu.

Sjá má viðtalið við Vigdísi með því að smella á myndskeið hér fyrir ofan eða hér. 

Jafnréttismál voru líka til umfjöllunar í Íslandi í dag í gærkvöldi en hægt er að horfa á þáttinn hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×