Meirihluti þátttakenda vildi ekki nýjan Landspítala við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 12:18 Landspítali Íslands við Hringbraut. Mynd/Vilhelm Meiri hluti þeirra sem tóku þátt í tveimur skoðanakönnunum sem MMR framkvæmdi fyrir samtökin Betri spítala vill ekki að nýi Landspítalinn verði byggður við gamla spítalann við Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem segja þátttakendur hafa nefnt marga mögulega staði fyrir nýjan spítala þegar það var spurt hvar hann ætti að vera. Auk Hringbrautar nefndu þátttakendur svo sem Vífilsstaði, Fossvog, voga Elliðaána og fleira. Þegar þátttakendur voru beðnir um að gera upp á milli tveggja efstu kostanna höfðu Vífilsstaðir í Garðabæ vinninginn með 59 prósent. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvort þeir væru sáttir eða ósáttir við að nýr Landspítali yrði byggður við Hringbraut. Samtökin segja þá sem voru mjög eða frekar sátta með að nýi Landspítalinn rísi við Hringbraut hafa verið 35,5 prósent. 54,5 prósent voru ósáttir eða tóku ekki afstöðu. Þegar þátttakendur voru spurði hvar nýr Landspítali eigi að rísa völdu 31,2 prósent Hringbraut, 29,3 prósent Vífilsstaði, 21,6 prósent í Fossvogi, 6,7 prósent voga Elliðaánna og 4,5 prósent Keldnaland.69 prósent völdu Vífilsstaðaland Samtökin fólu MMR að bæta við viðbótarspurningu í næsta spurningarvagni þar sem þátttakendur voru spurði hvort þeir myndu frekar velja Hringbraut í Reykjavík eða Vífilsstaðaland í Garðabæ ef einungis þessir tveir kostir væru í boði. 41 prósent völdu Hringbraut í Reykjavík og 59 prósent völdu Vífilsstaðaland í Garðabæ. Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri samtakanna Betri spítali, segir í fréttatilkynningunni að samtökin telji að byggja eigi nýjan og flottan hátæknispítala frá grunni á betri stað.Úrelt vegna þenslu „Með því er átt við stað sem liggur betur við samgöngum en Hringbrautin, er meira miðsvæðis, býður upp á meiri þróunarmöguleika til framtíðar litið og svo framvegis. Fyrsta skrefið er að gera nýtt faglegt staðarval fyrir nýja Landspítalann. Þau staðarvöl sem gerð hafa verið eru orðin úrelt vegna þenslu í miðbænum auk þess sem þau hafa ekki horft nægilega opið á málið. Þó stefnubreyting krefjist nýs undirbúnings er ljóst að byggingaframkvæmdir munu ganga mun hraðar fyrir sig, bjóða má verkið út í heilu lagi og fjármögnun verður tryggð fyrir fram. Stefnubreyting mun því ekki því tefja tilkomu nýs Landspítala. Þegar á allt er litið getum við fengið betri spítala á betri stað fyrr og fyrir minna fé,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Meiri hluti þeirra sem tóku þátt í tveimur skoðanakönnunum sem MMR framkvæmdi fyrir samtökin Betri spítala vill ekki að nýi Landspítalinn verði byggður við gamla spítalann við Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem segja þátttakendur hafa nefnt marga mögulega staði fyrir nýjan spítala þegar það var spurt hvar hann ætti að vera. Auk Hringbrautar nefndu þátttakendur svo sem Vífilsstaði, Fossvog, voga Elliðaána og fleira. Þegar þátttakendur voru beðnir um að gera upp á milli tveggja efstu kostanna höfðu Vífilsstaðir í Garðabæ vinninginn með 59 prósent. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvort þeir væru sáttir eða ósáttir við að nýr Landspítali yrði byggður við Hringbraut. Samtökin segja þá sem voru mjög eða frekar sátta með að nýi Landspítalinn rísi við Hringbraut hafa verið 35,5 prósent. 54,5 prósent voru ósáttir eða tóku ekki afstöðu. Þegar þátttakendur voru spurði hvar nýr Landspítali eigi að rísa völdu 31,2 prósent Hringbraut, 29,3 prósent Vífilsstaði, 21,6 prósent í Fossvogi, 6,7 prósent voga Elliðaánna og 4,5 prósent Keldnaland.69 prósent völdu Vífilsstaðaland Samtökin fólu MMR að bæta við viðbótarspurningu í næsta spurningarvagni þar sem þátttakendur voru spurði hvort þeir myndu frekar velja Hringbraut í Reykjavík eða Vífilsstaðaland í Garðabæ ef einungis þessir tveir kostir væru í boði. 41 prósent völdu Hringbraut í Reykjavík og 59 prósent völdu Vífilsstaðaland í Garðabæ. Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri samtakanna Betri spítali, segir í fréttatilkynningunni að samtökin telji að byggja eigi nýjan og flottan hátæknispítala frá grunni á betri stað.Úrelt vegna þenslu „Með því er átt við stað sem liggur betur við samgöngum en Hringbrautin, er meira miðsvæðis, býður upp á meiri þróunarmöguleika til framtíðar litið og svo framvegis. Fyrsta skrefið er að gera nýtt faglegt staðarval fyrir nýja Landspítalann. Þau staðarvöl sem gerð hafa verið eru orðin úrelt vegna þenslu í miðbænum auk þess sem þau hafa ekki horft nægilega opið á málið. Þó stefnubreyting krefjist nýs undirbúnings er ljóst að byggingaframkvæmdir munu ganga mun hraðar fyrir sig, bjóða má verkið út í heilu lagi og fjármögnun verður tryggð fyrir fram. Stefnubreyting mun því ekki því tefja tilkomu nýs Landspítala. Þegar á allt er litið getum við fengið betri spítala á betri stað fyrr og fyrir minna fé,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira