Óæskilegar og afleitar hækkanir að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 19:00 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira