Óæskilegar og afleitar hækkanir að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 19:00 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira