Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. júní 2015 12:24 Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira