Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. júní 2015 12:24 Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því. Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því.
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira