Íslendingur í fangelsi í Englandi: Sveik milljónir út úr ástkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:11 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira