Íslendingur í fangelsi í Englandi: Sveik milljónir út úr ástkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:11 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“ Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Guðfinnur Óskarsson, 33 ára íslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi. Guðfinnur var fundinn sekur um að hafa haft fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu í ágúst fyrir rúmum tveimur árum.Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post segir að Guðfinnur hafi haft um 30 þúsund pund af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Um er að ræða tæplega sex milljónir króna á gengi dagsins í dag. Guðfinnur játaði brot sín fyrir dómi.Samþykkti að greiða fyrir hannGuðfinnur flutti inn til kærustunnar, Victoriu Maker, eftir að hafa sagt henni að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann hafði ekki fengið greiðslur fyrir vinnu í Englandi. Saksóknari í málinu sagði að Victoria hefði samþykkt að greiða fyrir allt þar til hann fengi útborguð laun sín. „Sakborningurinn tjáði henni margoft að hann væri að bíða þess að fá greidd vangoldin laun,“ sagði sækjandinn í málinu. „Hún samþykkti skýringar hans og sagði hann þurfa af og til að fara til útlanda vegna vinnu og hún hefði greitt fyrir flugferðir hans yfir þann tíma.“Seldi heimili sittÁ meðan sambandi þeirra stóð seldi hún heimili sitt fyrir 190 þúsund pund sem svarar til tæplega fjörutíu milljóna króna. Fluttu þau í framhaldinu inn í leiguíbúð. Í ágúst í fyrra er Guðfinnur sakaður um að hafa sannfært Victoriu um að millifæra 153 þúsund pund, rúmlega 30 milljónir króna, inn á bankareikning sinn. Ástæðan væri sú að hann gæti ávaxtað peningana betur á norskum sparireikningi. Þar gæti hann fengið hærri vexti. Í framhaldinu fór hann undan í flæmingi í þau skipti sem Victoria spurði út í peningana og vildi sjá yfirlit. Þá sagðist Guðfinnur hafa fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leiguna sem svaraði til 650 punda á mánuði, eða 130 þúsund króna.Handtekinn á HeathrowSaksóknari sagði hins vegar peningana sem Guðfinnur notaði til að greiða leiguna hafa komið úr fyrrnefndum sjóði Victoriu. Hiti færðist í leikinn í mars síðastliðnum þegar Victoria þráspurði Guðfinn um peningana. Hann skilaði 25 þúsund pundum til Victoriu og sagðist hafa verið boðin vinna á Íslandi í fjórar vikur. Victoria fór í kjölfarið að grennslast fyrir á meðan Guðfinnur var fjarverandi og komst að því að peningurinn sem hún hafði millifært yfir á hans reikning hefði aldrei verið ávaxtaður. Hún hafði samband við lögreglu eftir að Guðfinnur hætti að svara skilaboðum hennar og tölvupósti. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow flugvelli í Lundúnum þar sem hann var í þann mund að halda til Washington í Bandaríkjunum. Guðfinnur játaði brot sín. Stærstur hluti peninganna var enn á sínum stað en þó munaði tæplega 30 þúsund pundum eða tæplega sex milljónum króna.Nýtti sér hrifningu VictoriuVerjandi Guðfinns sagði Guðfinn hafa verið yfir sig ástfanginn af Victoriu. Hann hafi verið pirraður á því að hún hefði haldið honum uppi. Þannig hafi hann réttlætt fyrir sér að láta flytja peningana svo hann gæti sýnt að hann ætti peninga til að geta framfleitt henni. Dómarinn í málinu sagði Guðfinn hins vegar hafa nýtt sér hrifningu Victoriu til að hafa af henni peninga. Summan hefði verið umtalsverð. „Þú ákvaðst að sýna aðeins peningum hennar áhuga og það leiddi af sér tap upp á nærri þrjátíu þúsund punda.“
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira