Drykkja ódýrara víns verður dýrari árið 2016 Snærós Sindradóttir skrifar 31. desember 2015 07:00 Freyðivín er í hugum margra tilvalið til að fagna. Greiningardeild Arion Banka spáir því að fleiri muni hafa efni á því að skála í kampavíni á nýju ári. NordicPhotos/Getty Sala á freyðivíni 2008-2015 í þúsundum lítra Sala á freyðivíni er 4,3 prósentum minni það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Tveir söluhæstu dagar ÁTVR eru í gær og í dag. Sala á freyðivíni hefur gjarnan þótt gefa vísbendingu um efnahagsástandið en til marks um það dróst salan nokkuð saman við hrun. Hún jókst að nýju árið 2011. „Miðað við þetta verður árið í svipaðri tölu og í fyrra. Það má búast við mörgu fólki í dag. Almennt er mikið að gera á gamlársdag. Gærdagurinn er einn stærsti dagur ársins,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.Sigrún Ósk SigurðardóttirÁ síðustu tveimur dögum ársins í fyrra seldust fimmtán þúsund lítrar af freyðivíni, sem er ríflega þreföld sala janúarmánaðar á þessu ári. Um áramótin lækkar virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í 11 prósent en á móti hækka áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki. „Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“ Ólafur segir að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi. „Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Sala á freyðivíni 2008-2015 í þúsundum lítra Sala á freyðivíni er 4,3 prósentum minni það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Tveir söluhæstu dagar ÁTVR eru í gær og í dag. Sala á freyðivíni hefur gjarnan þótt gefa vísbendingu um efnahagsástandið en til marks um það dróst salan nokkuð saman við hrun. Hún jókst að nýju árið 2011. „Miðað við þetta verður árið í svipaðri tölu og í fyrra. Það má búast við mörgu fólki í dag. Almennt er mikið að gera á gamlársdag. Gærdagurinn er einn stærsti dagur ársins,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.Sigrún Ósk SigurðardóttirÁ síðustu tveimur dögum ársins í fyrra seldust fimmtán þúsund lítrar af freyðivíni, sem er ríflega þreföld sala janúarmánaðar á þessu ári. Um áramótin lækkar virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í 11 prósent en á móti hækka áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki. „Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“ Ólafur segir að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi. „Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira