Leaves á leið til Kína í fyrsta sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. janúar 2015 09:00 Hljómsveitin Leaves er á leið í tónleikaferðalag til Kína í fyrsta sinn. Mynd/ Matthew Eisman „Þetta er í fyrsta sinn sem að Leaves fer til Kína og í fyrsta sinn sem við förum til Asíu og við hlökkum mikið til,“ segir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin leggur af stað til Kína í dag og kemur fram á sjö tónleikum í sjö borgum. „Við byrjum í Peking og fikrum okkur svo alveg niður til Hong Kong. Þetta eru misstórir tónleikastaðir, frá 300 manna upp í þúsund manna staðir,“ segir Arnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að hann fer til Kína. „Ég hef verið að fara með Barða [Jóhannssyni] og Bang Gang til Kína, ég hef farið fjórum sinnum þangað. Ég náði að lauma Leaves-diskum að þeim í Kína þegar ég fór síðast með Barða í mars og í kjölfarið buðu þeir okkur að koma,“ segir Arnar léttur í lundu. Leaves vinnur nú að nýju efni. „Við höfum unnið að nýju efni í rólegheitunum, vonandi kemur eitthvað nýtt út á þessu ári.“ Á tónleikaferðalaginu ætlar sveitin að leika lög af öllum sínum fjórum plötum. „Við ætlum að enda Kínatúrinn hérna heima en það er ekki alveg ákveðið hvenær þeir tónleikar fara fram.“ Strákarnir í Leaves ætla að njóta lífsins í Hong Kong í nokkra daga áður en þeir koma heim aftur. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem að Leaves fer til Kína og í fyrsta sinn sem við förum til Asíu og við hlökkum mikið til,“ segir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin leggur af stað til Kína í dag og kemur fram á sjö tónleikum í sjö borgum. „Við byrjum í Peking og fikrum okkur svo alveg niður til Hong Kong. Þetta eru misstórir tónleikastaðir, frá 300 manna upp í þúsund manna staðir,“ segir Arnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að hann fer til Kína. „Ég hef verið að fara með Barða [Jóhannssyni] og Bang Gang til Kína, ég hef farið fjórum sinnum þangað. Ég náði að lauma Leaves-diskum að þeim í Kína þegar ég fór síðast með Barða í mars og í kjölfarið buðu þeir okkur að koma,“ segir Arnar léttur í lundu. Leaves vinnur nú að nýju efni. „Við höfum unnið að nýju efni í rólegheitunum, vonandi kemur eitthvað nýtt út á þessu ári.“ Á tónleikaferðalaginu ætlar sveitin að leika lög af öllum sínum fjórum plötum. „Við ætlum að enda Kínatúrinn hérna heima en það er ekki alveg ákveðið hvenær þeir tónleikar fara fram.“ Strákarnir í Leaves ætla að njóta lífsins í Hong Kong í nokkra daga áður en þeir koma heim aftur.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira