Gítargoðsögn stígur á svið með Todmobile Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:30 Sannkallaðir stórtónleikar fyrir rokkunnendur verða í Hörpu á föstudagskvöldið og Hofi á Akureyri á laugardaginn þegar goðsagnarpersónan Steve Hackett gítarleikari Genesis komur fram með Todmobile, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórnum Hljómeyki sem flytja bæði lög eftir Genesis og Todmobile. Steve Hackett var í Genesis með þeim Peter Gabriel, Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks en sveitin er enn í dag ein virtasta og áhrifamesta hljómsveit í heimi. Og það má segja um Steve Hackett að hann sé goðsögn í lifanda lífi.Er að byrði eða kemur það sér vel? „Það er mjög notarlegt að fólk muni eftir manni fyrir það sem ég gerði með Genesis. En þetta er allt það sama fyrir mér, bæði það sem ég gerði með hljómsveitinni og það sem ég hef gert á eigin spýtur. Hljómsveitin er ekki lengur til en tónlist hennar er enn að seljast og hljómsveitin seldi mjög mikið af plötum. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hve margar,“ segir Hackett hógvær. En talið er að Genesis hafi selt um 130 milljónir platna. Steve á litríkan feril og hefur spilað bæði rokktónlist og klassíska tónlist eftir að hann yfirgaf Genesis en frægasta plata hljómsbeitarinnar er án efa Selling England by the Pound. „Það er eiginlega uppáhalds platan mín með Genesis. Við gerðum hana árið 1973 og á þeim tíma datt auðvitað engum í hug að hún yrði jafn vinsæl í dag og raun ber vitni. En það er dásamlegt,“ segir Hackett.Hvað ertu að gera með Todmobile? „Ég hef aðeins verið að semja með þeim og spilað aðeins fyrir þau en við hittumst fyrst í gærkvöldi. Við sendum efni fram og til baka á Netinu,“ segir Hackett en hann kemur við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Todmobile. Hann lofar að tónleikarnir í Hörpu og Hofi verði upplifun. „Já, ég held að þetta verði mikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir Steve Hackett. Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um væntanlega tónleika Steve Hackett og Todmobile en hér að neðan má sjá viðtal Heimis Más við hann í heild sinni. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sannkallaðir stórtónleikar fyrir rokkunnendur verða í Hörpu á föstudagskvöldið og Hofi á Akureyri á laugardaginn þegar goðsagnarpersónan Steve Hackett gítarleikari Genesis komur fram með Todmobile, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórnum Hljómeyki sem flytja bæði lög eftir Genesis og Todmobile. Steve Hackett var í Genesis með þeim Peter Gabriel, Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks en sveitin er enn í dag ein virtasta og áhrifamesta hljómsveit í heimi. Og það má segja um Steve Hackett að hann sé goðsögn í lifanda lífi.Er að byrði eða kemur það sér vel? „Það er mjög notarlegt að fólk muni eftir manni fyrir það sem ég gerði með Genesis. En þetta er allt það sama fyrir mér, bæði það sem ég gerði með hljómsveitinni og það sem ég hef gert á eigin spýtur. Hljómsveitin er ekki lengur til en tónlist hennar er enn að seljast og hljómsveitin seldi mjög mikið af plötum. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hve margar,“ segir Hackett hógvær. En talið er að Genesis hafi selt um 130 milljónir platna. Steve á litríkan feril og hefur spilað bæði rokktónlist og klassíska tónlist eftir að hann yfirgaf Genesis en frægasta plata hljómsbeitarinnar er án efa Selling England by the Pound. „Það er eiginlega uppáhalds platan mín með Genesis. Við gerðum hana árið 1973 og á þeim tíma datt auðvitað engum í hug að hún yrði jafn vinsæl í dag og raun ber vitni. En það er dásamlegt,“ segir Hackett.Hvað ertu að gera með Todmobile? „Ég hef aðeins verið að semja með þeim og spilað aðeins fyrir þau en við hittumst fyrst í gærkvöldi. Við sendum efni fram og til baka á Netinu,“ segir Hackett en hann kemur við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Todmobile. Hann lofar að tónleikarnir í Hörpu og Hofi verði upplifun. „Já, ég held að þetta verði mikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir Steve Hackett. Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um væntanlega tónleika Steve Hackett og Todmobile en hér að neðan má sjá viðtal Heimis Más við hann í heild sinni.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira