Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2015 23:58 Vigdís Haukdsóttir segir aðra þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. Vísir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er greinilega í hópi þeirra sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á morgun, 17. júní. Hún tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni í kvöld, þar sem hún segist spyrja sig „á hvaða leið“ ákveðnir þingmenn séu. Þá sérstaklega Birgitta Jónsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, sem Vigdís kallar „tilvonandi forsetaframbjóðanda vinstri manna.“ „Í kvöldfréttum tjáði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og tilvonandi forsetaframbjóðandi vinstrimanna þjóðinni það að henni fyndist allt í lagi að mótmæla á þjóðhátíðardaginn,“ skrifar Vigdís. „Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, dreifir auglýsingu um mótmælin á Austurvelli og lét sér detta í hug að bjóða mér.“ Nærri fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á umrædd mótmæli, sem eiga að hefjast klukkan ellefu í fyrramálið. Yfirskrift þeirra er Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði einn skipuleggjenda að dagsetningin hefði sérstaklega verið valin meðal annars með vísun til fæðingardags Jóns Sigurðssonar stjórnmálamanns. Vigdís er mjög ósátt með þetta, líkt og sumir aðrir framsóknarmenn. „Ég er orðlaus,“ skrifar hún. „Þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu.“ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er greinilega í hópi þeirra sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á morgun, 17. júní. Hún tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni í kvöld, þar sem hún segist spyrja sig „á hvaða leið“ ákveðnir þingmenn séu. Þá sérstaklega Birgitta Jónsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, sem Vigdís kallar „tilvonandi forsetaframbjóðanda vinstri manna.“ „Í kvöldfréttum tjáði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og tilvonandi forsetaframbjóðandi vinstrimanna þjóðinni það að henni fyndist allt í lagi að mótmæla á þjóðhátíðardaginn,“ skrifar Vigdís. „Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, dreifir auglýsingu um mótmælin á Austurvelli og lét sér detta í hug að bjóða mér.“ Nærri fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á umrædd mótmæli, sem eiga að hefjast klukkan ellefu í fyrramálið. Yfirskrift þeirra er Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði einn skipuleggjenda að dagsetningin hefði sérstaklega verið valin meðal annars með vísun til fæðingardags Jóns Sigurðssonar stjórnmálamanns. Vigdís er mjög ósátt með þetta, líkt og sumir aðrir framsóknarmenn. „Ég er orðlaus,“ skrifar hún. „Þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu.“
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira