Kúlan situr enn föst í Panda Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2014 20:37 Pandi er þungt haldinn. MYND/VÍFILL „Hann Pandi okkar er einn yndislegasti kisi sem ég veit um, finnst ógurlega gaman að leika við þá sem hann þekkir og á það til að fara í algert kelistuð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að klappa honum, enda stór og sterkur strákur.“ Svona lýsir Vífill Garðarsson ketti sínum, Panda, sem liggur nú milli heims og helju eftir að skotið var á hann með krafmiklum loftriffli við Kársnes í Kópavogi á sunnudag. Það var nágranni Vífils sem kom að Panda í bílskúrnum sínum en þangað leggur kötturinn oft leið sína. Í þetta skiptið hljóp hann þó ekki á móti Vífli þegar hann kom að vitja hans. „Hann lá bara kjurr þannig að ég þurfti að taka hann upp og halda á honum heim. Ég lagði hann frá mér og þá gat hann ekki staðið í lappirnar. Þá var bara að bruna með hann á dýraspítalann.“ Þegar þangað var komið var Pandi skoðaður og í fyrstu hélt læknirinn að keyrt hafi verið á hann. Röntgen myndataka leiddi þó annað í ljós. Í miðju brjóstholi hans var loftbyssukúlan, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Hún situr þar enn, fjórum dögum síðar, því talið er að ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að Pandi hljóti mikinn skaða af. Frá því að skotið var á hann hefur Pandi ekkert lagt sér til munns og hefur hann horast mikið að sögn Vífils. „Hann borðaði eitthvað smávægilegt hjá dýralækninum en annars hefur hann verið algjörlega lystarlaus. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum,“ segir hann og bætir við að ef hann hefur ekki tekið við sér á föstudaginn verði honum leyft að fara. Sá er skaut á Panda er enn ófundinn en Vífill deildi mynd af honum sem áminning til allra þeirra sem gera sér leik að því að vinna dýrum mein. „Þetta hefur ekki verið neitt leikfang. Ég meina, kúlan situr enn í honum og hún þurfti að smjúga í gegnum heilan helling. Þetta hefur verið alvöru loftrifill sem notaður hefur verið á Panda.“ Vífill biðlar til allra þeirra sem kunna eitthvað að vita um málið, eða kunna að koma að svipuðum tilfellum í framtíðinni, að hafa samband við lögregluna Færslu hans má sjá hér að neðan en á annað hundrað dýravina hafa nú þegar deilt henni. Post by Vífill Garðarsson. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
„Hann Pandi okkar er einn yndislegasti kisi sem ég veit um, finnst ógurlega gaman að leika við þá sem hann þekkir og á það til að fara í algert kelistuð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að klappa honum, enda stór og sterkur strákur.“ Svona lýsir Vífill Garðarsson ketti sínum, Panda, sem liggur nú milli heims og helju eftir að skotið var á hann með krafmiklum loftriffli við Kársnes í Kópavogi á sunnudag. Það var nágranni Vífils sem kom að Panda í bílskúrnum sínum en þangað leggur kötturinn oft leið sína. Í þetta skiptið hljóp hann þó ekki á móti Vífli þegar hann kom að vitja hans. „Hann lá bara kjurr þannig að ég þurfti að taka hann upp og halda á honum heim. Ég lagði hann frá mér og þá gat hann ekki staðið í lappirnar. Þá var bara að bruna með hann á dýraspítalann.“ Þegar þangað var komið var Pandi skoðaður og í fyrstu hélt læknirinn að keyrt hafi verið á hann. Röntgen myndataka leiddi þó annað í ljós. Í miðju brjóstholi hans var loftbyssukúlan, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Hún situr þar enn, fjórum dögum síðar, því talið er að ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að Pandi hljóti mikinn skaða af. Frá því að skotið var á hann hefur Pandi ekkert lagt sér til munns og hefur hann horast mikið að sögn Vífils. „Hann borðaði eitthvað smávægilegt hjá dýralækninum en annars hefur hann verið algjörlega lystarlaus. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum,“ segir hann og bætir við að ef hann hefur ekki tekið við sér á föstudaginn verði honum leyft að fara. Sá er skaut á Panda er enn ófundinn en Vífill deildi mynd af honum sem áminning til allra þeirra sem gera sér leik að því að vinna dýrum mein. „Þetta hefur ekki verið neitt leikfang. Ég meina, kúlan situr enn í honum og hún þurfti að smjúga í gegnum heilan helling. Þetta hefur verið alvöru loftrifill sem notaður hefur verið á Panda.“ Vífill biðlar til allra þeirra sem kunna eitthvað að vita um málið, eða kunna að koma að svipuðum tilfellum í framtíðinni, að hafa samband við lögregluna Færslu hans má sjá hér að neðan en á annað hundrað dýravina hafa nú þegar deilt henni. Post by Vífill Garðarsson.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira