Kúlan situr enn föst í Panda Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2014 20:37 Pandi er þungt haldinn. MYND/VÍFILL „Hann Pandi okkar er einn yndislegasti kisi sem ég veit um, finnst ógurlega gaman að leika við þá sem hann þekkir og á það til að fara í algert kelistuð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að klappa honum, enda stór og sterkur strákur.“ Svona lýsir Vífill Garðarsson ketti sínum, Panda, sem liggur nú milli heims og helju eftir að skotið var á hann með krafmiklum loftriffli við Kársnes í Kópavogi á sunnudag. Það var nágranni Vífils sem kom að Panda í bílskúrnum sínum en þangað leggur kötturinn oft leið sína. Í þetta skiptið hljóp hann þó ekki á móti Vífli þegar hann kom að vitja hans. „Hann lá bara kjurr þannig að ég þurfti að taka hann upp og halda á honum heim. Ég lagði hann frá mér og þá gat hann ekki staðið í lappirnar. Þá var bara að bruna með hann á dýraspítalann.“ Þegar þangað var komið var Pandi skoðaður og í fyrstu hélt læknirinn að keyrt hafi verið á hann. Röntgen myndataka leiddi þó annað í ljós. Í miðju brjóstholi hans var loftbyssukúlan, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Hún situr þar enn, fjórum dögum síðar, því talið er að ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að Pandi hljóti mikinn skaða af. Frá því að skotið var á hann hefur Pandi ekkert lagt sér til munns og hefur hann horast mikið að sögn Vífils. „Hann borðaði eitthvað smávægilegt hjá dýralækninum en annars hefur hann verið algjörlega lystarlaus. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum,“ segir hann og bætir við að ef hann hefur ekki tekið við sér á föstudaginn verði honum leyft að fara. Sá er skaut á Panda er enn ófundinn en Vífill deildi mynd af honum sem áminning til allra þeirra sem gera sér leik að því að vinna dýrum mein. „Þetta hefur ekki verið neitt leikfang. Ég meina, kúlan situr enn í honum og hún þurfti að smjúga í gegnum heilan helling. Þetta hefur verið alvöru loftrifill sem notaður hefur verið á Panda.“ Vífill biðlar til allra þeirra sem kunna eitthvað að vita um málið, eða kunna að koma að svipuðum tilfellum í framtíðinni, að hafa samband við lögregluna Færslu hans má sjá hér að neðan en á annað hundrað dýravina hafa nú þegar deilt henni. Post by Vífill Garðarsson. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Hann Pandi okkar er einn yndislegasti kisi sem ég veit um, finnst ógurlega gaman að leika við þá sem hann þekkir og á það til að fara í algert kelistuð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að klappa honum, enda stór og sterkur strákur.“ Svona lýsir Vífill Garðarsson ketti sínum, Panda, sem liggur nú milli heims og helju eftir að skotið var á hann með krafmiklum loftriffli við Kársnes í Kópavogi á sunnudag. Það var nágranni Vífils sem kom að Panda í bílskúrnum sínum en þangað leggur kötturinn oft leið sína. Í þetta skiptið hljóp hann þó ekki á móti Vífli þegar hann kom að vitja hans. „Hann lá bara kjurr þannig að ég þurfti að taka hann upp og halda á honum heim. Ég lagði hann frá mér og þá gat hann ekki staðið í lappirnar. Þá var bara að bruna með hann á dýraspítalann.“ Þegar þangað var komið var Pandi skoðaður og í fyrstu hélt læknirinn að keyrt hafi verið á hann. Röntgen myndataka leiddi þó annað í ljós. Í miðju brjóstholi hans var loftbyssukúlan, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Hún situr þar enn, fjórum dögum síðar, því talið er að ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að Pandi hljóti mikinn skaða af. Frá því að skotið var á hann hefur Pandi ekkert lagt sér til munns og hefur hann horast mikið að sögn Vífils. „Hann borðaði eitthvað smávægilegt hjá dýralækninum en annars hefur hann verið algjörlega lystarlaus. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum,“ segir hann og bætir við að ef hann hefur ekki tekið við sér á föstudaginn verði honum leyft að fara. Sá er skaut á Panda er enn ófundinn en Vífill deildi mynd af honum sem áminning til allra þeirra sem gera sér leik að því að vinna dýrum mein. „Þetta hefur ekki verið neitt leikfang. Ég meina, kúlan situr enn í honum og hún þurfti að smjúga í gegnum heilan helling. Þetta hefur verið alvöru loftrifill sem notaður hefur verið á Panda.“ Vífill biðlar til allra þeirra sem kunna eitthvað að vita um málið, eða kunna að koma að svipuðum tilfellum í framtíðinni, að hafa samband við lögregluna Færslu hans má sjá hér að neðan en á annað hundrað dýravina hafa nú þegar deilt henni. Post by Vífill Garðarsson.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira