Grilluðu fyrir hetjurnar í Skeifunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2014 13:09 Marteinn Geirsson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fékk gott faðmlag við komuna í Rekstrarland í dag. Vísir/Valli Rekstrarland bauð slökkviliðsmönnum, starfsfólki verslana í Skeifunni og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöldið í grillveilsu í hádeginu í dag. Á annað hundrað manns komu að björgunaraðgerðum sem stóðu langt fram á nótt. Búð Rekstrarlands í Skeifunni var ein þeirra sem verst varð úti í fyrrnefndum bruna. Gaskútar í búðinni sprungu með látum í brunanum en tökumaður Stöðvar 2 náði sprenginunum á myndband. Ný búð hefur verið opnuð í Mörkinni 4 þar sem grillað var í hádeginu í dag. Framkvæmdastjóri Rekstrarlands segir það kraftaverki næst að hægt hafi verið að opna verslunina að nýju á þetta skömmum tíma. Eyðileggingin sem blasti við starfsfólki Rekstrarlands eftir stórbruna í Skeifunni ellefu síðastliðinn sunnudag var algjör. Byggingin var rústin ein og og brunnin til kaldra kola. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlands, telur að ef það væri ekki fyrir baráttuanda starfsfólksins og ómetanlegs stuðnings, þá hefði þetta líklega ekki tekist. „Baráttuandinn og gleðin hjá fólki hefur verið mjög mikil,“ segir Samúel. „Með öflugu starfsfólki sem er búið að vinna nánast allan sólarhringinn og allir sem við höfum leitað til hafa tekið mjög vel beiðni okkar um aðstoð.“ Nú hlýtur það að hafa verið hræðilegt að sjá sitt lifibrauð skyndilega fuðra upp. Geturðu líst þessari tilfinningu aðeins fyrir mér? „Hún var ekki góð. Ég var úti á landi þegar kviknaði í. Allt okkar starfsfólk mætti og horfði á brunann. Það leið engum vel þetta kvöld.“ Samúel segir að fundað hafi verið átta morguninn eftir brunann og tekin ákvörðun um að opna nýja búð. Ekkert hafi þó verið í hendi hvar hún skyldi vera. „Það eru margir búnir að vinna mjög mikið undanfarið til að þetta gangi eftir.“ Þvottahúsið Fönn heldur rekstri sínum jafnframt áfram, en upptök eldsins eru rakin þangað og er skrifstofa þeirra staðsett á annarri hæð í Skeifunni 11. Bruninn í Skeifunni ellefu er einn sá mesti í sögu Reykjavíkurborgar. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunnum og sjötíu björgunarsveitarmenn. Tæknideild lögreglu hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins og verður skýrslu skilað á næstu dögum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í grillveisluna og tók þessar myndir.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25 Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01 Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12 Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36 Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30 Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Rekstrarland bauð slökkviliðsmönnum, starfsfólki verslana í Skeifunni og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöldið í grillveilsu í hádeginu í dag. Á annað hundrað manns komu að björgunaraðgerðum sem stóðu langt fram á nótt. Búð Rekstrarlands í Skeifunni var ein þeirra sem verst varð úti í fyrrnefndum bruna. Gaskútar í búðinni sprungu með látum í brunanum en tökumaður Stöðvar 2 náði sprenginunum á myndband. Ný búð hefur verið opnuð í Mörkinni 4 þar sem grillað var í hádeginu í dag. Framkvæmdastjóri Rekstrarlands segir það kraftaverki næst að hægt hafi verið að opna verslunina að nýju á þetta skömmum tíma. Eyðileggingin sem blasti við starfsfólki Rekstrarlands eftir stórbruna í Skeifunni ellefu síðastliðinn sunnudag var algjör. Byggingin var rústin ein og og brunnin til kaldra kola. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlands, telur að ef það væri ekki fyrir baráttuanda starfsfólksins og ómetanlegs stuðnings, þá hefði þetta líklega ekki tekist. „Baráttuandinn og gleðin hjá fólki hefur verið mjög mikil,“ segir Samúel. „Með öflugu starfsfólki sem er búið að vinna nánast allan sólarhringinn og allir sem við höfum leitað til hafa tekið mjög vel beiðni okkar um aðstoð.“ Nú hlýtur það að hafa verið hræðilegt að sjá sitt lifibrauð skyndilega fuðra upp. Geturðu líst þessari tilfinningu aðeins fyrir mér? „Hún var ekki góð. Ég var úti á landi þegar kviknaði í. Allt okkar starfsfólk mætti og horfði á brunann. Það leið engum vel þetta kvöld.“ Samúel segir að fundað hafi verið átta morguninn eftir brunann og tekin ákvörðun um að opna nýja búð. Ekkert hafi þó verið í hendi hvar hún skyldi vera. „Það eru margir búnir að vinna mjög mikið undanfarið til að þetta gangi eftir.“ Þvottahúsið Fönn heldur rekstri sínum jafnframt áfram, en upptök eldsins eru rakin þangað og er skrifstofa þeirra staðsett á annarri hæð í Skeifunni 11. Bruninn í Skeifunni ellefu er einn sá mesti í sögu Reykjavíkurborgar. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunnum og sjötíu björgunarsveitarmenn. Tæknideild lögreglu hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins og verður skýrslu skilað á næstu dögum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í grillveisluna og tók þessar myndir.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25 Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01 Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12 Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36 Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30 Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25
Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01
Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12
Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36
Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30
Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00