Söluferli Íbúðalánasjóðs ógnar ekki húsnæðisöryggi leigutakanna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Langflestar íbúðanna eru á Suðurnesjum eða 160 íbúðir, þar af standa 24 auðar eins og er. Á Austurlandi verða 114 íbúðir til sölu en þar standa helmingi fleiri íbúðir auðar eða 51. Fæstar íbúðir koma til með að verða til sölu á Norðurlandi eða 14 íbúðir þar sem helmingur er í útleigu eins og er. Fréttablaðið/Garðar „Þetta er gríðarleg breyting frá því sem verið hefur. Við erum að fara alveg nýja leið,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, varðandi þá ákvörðun sjóðsins að setja 400 íbúðir í sérstakt söluferli nú í október. Íbúðunum verður skipt í sjö eignasöfn eftir landshlutum en þær eru á höfuðborgarsvæðinu, Austurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi. Íbúðalánasjóður hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki selt nógu mikið af eignum sínum en samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins frá því í ágúst á hann alls um 2.500 eignir. Þar með eru taldar þær 450 eignir sem leigufélag sjóðsins, Klettur, á og leigir út. Ingibjörg segir markmið sölunnar að bregðast við þessari gagnrýni en jafnframt að efla leigumarkaðinn og efla búsetu núverandi leigjenda í íbúðunum. Til þess að ná þessu markmiði sínu hyggst sjóðurinn leggja til grundvallar að þeir aðilar sem kaupi eignirnar haldi þeim áfram í útleigu. Því er sú krafa gerð að þeir sem bjóði í eignirnar geri grein fyrir því hvernig þeir ætla að viðhalda útleigu íbúðanna en af íbúðunum 400 eru 287 í leigu eins og er.Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, er stolt af framtaki sjóðsins.Fréttablaðið/Stefán„Með þessu er því ekki verið að ógna húsnæðisöryggi þeirra sem eru í íbúðunum núna,“ útskýrir Ingibjörg, en til stendur að koma á fót ákveðnu hvatakerfi sem lýsir sér þannig að afsláttur er gefinn ef íbúð sem keypt er af sjóðnum helst í leigu í ákveðinn tíma. Ingibjörg vildi ekki veita nánari upplýsingar um útfærslu þessa hvatakerfis en vísar til kynningarfundar sem haldinn verður um söluferlið fyrir áhugasama kaupendur 14. október. Fyrri íbúðasölur Íbúðalánasjóðs hafa ekki tekist sem skyldi að sögn Ingibjargar og því var ákveðið að setja þær í þetta form þar sem jafnræði og gagnsæi verði í hávegum höfð. Ingibjörg fullyrðir að sjóðurinn hafi ekki kortlagt hverjir séu fjársterkir á markaðnum núna og gætu komið til greina sem hugsanlegir kaupendur. Það myndi ganga gegn því jafnræðissjónarmiði sem sjóðurinn gengur út frá. Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggiltra leigumiðlara, segir þetta ólíklega munu hafa nokkur áhrif á leigumarkaðinn þar sem flestar íbúðanna eru þegar í leigu. Þetta festi leigumarkaðinn þó í sessi. „Ef þú horfir flatt yfir landið þá er þörfin rosalega mikil,“ útskýrir Svanur. Hann bendir á að ef litið er til þess að fjöldi íbúða sem fara í leigu á hverju ári er um sex til sjö þúsund séu 400 íbúðir upp í þann fjölda ekki mikið. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, telur sömuleiðis að salan hafi lítil sem engin áhrif á fasteignamarkaðinn. „Þetta er allt annars eðlis en fyrir þá hópa sem eru inni á fasteignamarkaði til að kaupa fasteignir til eigin nota.“ Hún segir þó liggja í hlutarins eðli að salan geti aðeins höfðað til mjög afmarkaðs hóps fjársterkra aðila. Sala íbúðanna kemur ekki til með að hafa áhrif á starfsemi leigufélags Íbúðalánasjóðs. Þær 450 íbúðir sem eru í útleigu verða það áfram. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
„Þetta er gríðarleg breyting frá því sem verið hefur. Við erum að fara alveg nýja leið,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, varðandi þá ákvörðun sjóðsins að setja 400 íbúðir í sérstakt söluferli nú í október. Íbúðunum verður skipt í sjö eignasöfn eftir landshlutum en þær eru á höfuðborgarsvæðinu, Austurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi. Íbúðalánasjóður hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki selt nógu mikið af eignum sínum en samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins frá því í ágúst á hann alls um 2.500 eignir. Þar með eru taldar þær 450 eignir sem leigufélag sjóðsins, Klettur, á og leigir út. Ingibjörg segir markmið sölunnar að bregðast við þessari gagnrýni en jafnframt að efla leigumarkaðinn og efla búsetu núverandi leigjenda í íbúðunum. Til þess að ná þessu markmiði sínu hyggst sjóðurinn leggja til grundvallar að þeir aðilar sem kaupi eignirnar haldi þeim áfram í útleigu. Því er sú krafa gerð að þeir sem bjóði í eignirnar geri grein fyrir því hvernig þeir ætla að viðhalda útleigu íbúðanna en af íbúðunum 400 eru 287 í leigu eins og er.Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, er stolt af framtaki sjóðsins.Fréttablaðið/Stefán„Með þessu er því ekki verið að ógna húsnæðisöryggi þeirra sem eru í íbúðunum núna,“ útskýrir Ingibjörg, en til stendur að koma á fót ákveðnu hvatakerfi sem lýsir sér þannig að afsláttur er gefinn ef íbúð sem keypt er af sjóðnum helst í leigu í ákveðinn tíma. Ingibjörg vildi ekki veita nánari upplýsingar um útfærslu þessa hvatakerfis en vísar til kynningarfundar sem haldinn verður um söluferlið fyrir áhugasama kaupendur 14. október. Fyrri íbúðasölur Íbúðalánasjóðs hafa ekki tekist sem skyldi að sögn Ingibjargar og því var ákveðið að setja þær í þetta form þar sem jafnræði og gagnsæi verði í hávegum höfð. Ingibjörg fullyrðir að sjóðurinn hafi ekki kortlagt hverjir séu fjársterkir á markaðnum núna og gætu komið til greina sem hugsanlegir kaupendur. Það myndi ganga gegn því jafnræðissjónarmiði sem sjóðurinn gengur út frá. Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggiltra leigumiðlara, segir þetta ólíklega munu hafa nokkur áhrif á leigumarkaðinn þar sem flestar íbúðanna eru þegar í leigu. Þetta festi leigumarkaðinn þó í sessi. „Ef þú horfir flatt yfir landið þá er þörfin rosalega mikil,“ útskýrir Svanur. Hann bendir á að ef litið er til þess að fjöldi íbúða sem fara í leigu á hverju ári er um sex til sjö þúsund séu 400 íbúðir upp í þann fjölda ekki mikið. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, telur sömuleiðis að salan hafi lítil sem engin áhrif á fasteignamarkaðinn. „Þetta er allt annars eðlis en fyrir þá hópa sem eru inni á fasteignamarkaði til að kaupa fasteignir til eigin nota.“ Hún segir þó liggja í hlutarins eðli að salan geti aðeins höfðað til mjög afmarkaðs hóps fjársterkra aðila. Sala íbúðanna kemur ekki til með að hafa áhrif á starfsemi leigufélags Íbúðalánasjóðs. Þær 450 íbúðir sem eru í útleigu verða það áfram.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira