Norðurþing vill kaupa starfsemi Vísis Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. apríl 2014 21:39 Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“ Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent