Norðurþing vill kaupa starfsemi Vísis Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. apríl 2014 21:39 Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“ Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira