Bítlarnir á leið til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. september 2014 09:30 Hljómsveitin The Bootleg Beatles er á leið til landsins. mynd/einkasafn „Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira