Bítlarnir á leið til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. september 2014 09:30 Hljómsveitin The Bootleg Beatles er á leið til landsins. mynd/einkasafn „Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira