Jón Steinar var höfundur „nafnlausa bréfsins“ fræga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. október 2014 17:00 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Jón Steinar Gunnlaugsson varpar sprengju í nýrri bók, „Í krafti sannfæringar - Saga lögmanns og dómarar“ þegar hann upplýsir í fyrsta skipti að hann hafi verið höfundur greinarinnar „Einnota réttarfar“ sem fór eins og eldur um sinu um internetið árið 2007 þegar dómar um frávísun ákæruliða í Baugsmálinu höfðu verið kveðnir upp. Í bréfinu var sett fram hvöss gagnrýni á Hæstarétt en bréfritari taldi að Hæstiréttur væri að gera miklu strangari kröfur til ákæruskjala í umræddu sakamáli en rétturinn hefði almennt gert. Þar voru jafnframt settar fram hugleiðingar um þetta og látið í veðri vaka að Hæstiréttur hefði sveiflast með almenningsálitinu og fjölmiðlum þegar dómar um frávísun voru kveðnir upp. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir fundi með verjendum og dómurum í málinu vegna bréfsins. Hann taldi bréfið skaða sókn málsins. Jón Steinar upplýsir um það að hann hafi fyrst skrifað bréfið fyrir sjálfan sig. Síðan hafi vinur hans óskað eftir eintaki af því og eftir það hafi bréfið farið í umferð. Hann útskýrir jafnframt hvers vegna hann hafi skrifað bréfið en um leið sakar hann samstarfsmenn sína í Hæstarétti um misnotkun valds. „Ég hef alltaf átt afar erfitt með að þegja, þegar ég tel mig verða að vitni að eins skýrri misnotkun á opinberu valdi og hér var raunin. Og hér var verið að misbeita þeirri stofnun ríkisins sem ég tel mikivægasta, Hæstarétti,“ -bls. 237.Í Íslandi í dag í kvöld verður rætt við Jón Steinar um efni bókarinnar. Kl. 18:50 í opinni dagskrá á Stöð 2, strax að loknum fréttum. Þar mun hann m.a svara fyrir bréfið. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson varpar sprengju í nýrri bók, „Í krafti sannfæringar - Saga lögmanns og dómarar“ þegar hann upplýsir í fyrsta skipti að hann hafi verið höfundur greinarinnar „Einnota réttarfar“ sem fór eins og eldur um sinu um internetið árið 2007 þegar dómar um frávísun ákæruliða í Baugsmálinu höfðu verið kveðnir upp. Í bréfinu var sett fram hvöss gagnrýni á Hæstarétt en bréfritari taldi að Hæstiréttur væri að gera miklu strangari kröfur til ákæruskjala í umræddu sakamáli en rétturinn hefði almennt gert. Þar voru jafnframt settar fram hugleiðingar um þetta og látið í veðri vaka að Hæstiréttur hefði sveiflast með almenningsálitinu og fjölmiðlum þegar dómar um frávísun voru kveðnir upp. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir fundi með verjendum og dómurum í málinu vegna bréfsins. Hann taldi bréfið skaða sókn málsins. Jón Steinar upplýsir um það að hann hafi fyrst skrifað bréfið fyrir sjálfan sig. Síðan hafi vinur hans óskað eftir eintaki af því og eftir það hafi bréfið farið í umferð. Hann útskýrir jafnframt hvers vegna hann hafi skrifað bréfið en um leið sakar hann samstarfsmenn sína í Hæstarétti um misnotkun valds. „Ég hef alltaf átt afar erfitt með að þegja, þegar ég tel mig verða að vitni að eins skýrri misnotkun á opinberu valdi og hér var raunin. Og hér var verið að misbeita þeirri stofnun ríkisins sem ég tel mikivægasta, Hæstarétti,“ -bls. 237.Í Íslandi í dag í kvöld verður rætt við Jón Steinar um efni bókarinnar. Kl. 18:50 í opinni dagskrá á Stöð 2, strax að loknum fréttum. Þar mun hann m.a svara fyrir bréfið.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira