Jón Steinar var höfundur „nafnlausa bréfsins“ fræga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. október 2014 17:00 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Jón Steinar Gunnlaugsson varpar sprengju í nýrri bók, „Í krafti sannfæringar - Saga lögmanns og dómarar“ þegar hann upplýsir í fyrsta skipti að hann hafi verið höfundur greinarinnar „Einnota réttarfar“ sem fór eins og eldur um sinu um internetið árið 2007 þegar dómar um frávísun ákæruliða í Baugsmálinu höfðu verið kveðnir upp. Í bréfinu var sett fram hvöss gagnrýni á Hæstarétt en bréfritari taldi að Hæstiréttur væri að gera miklu strangari kröfur til ákæruskjala í umræddu sakamáli en rétturinn hefði almennt gert. Þar voru jafnframt settar fram hugleiðingar um þetta og látið í veðri vaka að Hæstiréttur hefði sveiflast með almenningsálitinu og fjölmiðlum þegar dómar um frávísun voru kveðnir upp. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir fundi með verjendum og dómurum í málinu vegna bréfsins. Hann taldi bréfið skaða sókn málsins. Jón Steinar upplýsir um það að hann hafi fyrst skrifað bréfið fyrir sjálfan sig. Síðan hafi vinur hans óskað eftir eintaki af því og eftir það hafi bréfið farið í umferð. Hann útskýrir jafnframt hvers vegna hann hafi skrifað bréfið en um leið sakar hann samstarfsmenn sína í Hæstarétti um misnotkun valds. „Ég hef alltaf átt afar erfitt með að þegja, þegar ég tel mig verða að vitni að eins skýrri misnotkun á opinberu valdi og hér var raunin. Og hér var verið að misbeita þeirri stofnun ríkisins sem ég tel mikivægasta, Hæstarétti,“ -bls. 237.Í Íslandi í dag í kvöld verður rætt við Jón Steinar um efni bókarinnar. Kl. 18:50 í opinni dagskrá á Stöð 2, strax að loknum fréttum. Þar mun hann m.a svara fyrir bréfið. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson varpar sprengju í nýrri bók, „Í krafti sannfæringar - Saga lögmanns og dómarar“ þegar hann upplýsir í fyrsta skipti að hann hafi verið höfundur greinarinnar „Einnota réttarfar“ sem fór eins og eldur um sinu um internetið árið 2007 þegar dómar um frávísun ákæruliða í Baugsmálinu höfðu verið kveðnir upp. Í bréfinu var sett fram hvöss gagnrýni á Hæstarétt en bréfritari taldi að Hæstiréttur væri að gera miklu strangari kröfur til ákæruskjala í umræddu sakamáli en rétturinn hefði almennt gert. Þar voru jafnframt settar fram hugleiðingar um þetta og látið í veðri vaka að Hæstiréttur hefði sveiflast með almenningsálitinu og fjölmiðlum þegar dómar um frávísun voru kveðnir upp. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir fundi með verjendum og dómurum í málinu vegna bréfsins. Hann taldi bréfið skaða sókn málsins. Jón Steinar upplýsir um það að hann hafi fyrst skrifað bréfið fyrir sjálfan sig. Síðan hafi vinur hans óskað eftir eintaki af því og eftir það hafi bréfið farið í umferð. Hann útskýrir jafnframt hvers vegna hann hafi skrifað bréfið en um leið sakar hann samstarfsmenn sína í Hæstarétti um misnotkun valds. „Ég hef alltaf átt afar erfitt með að þegja, þegar ég tel mig verða að vitni að eins skýrri misnotkun á opinberu valdi og hér var raunin. Og hér var verið að misbeita þeirri stofnun ríkisins sem ég tel mikivægasta, Hæstarétti,“ -bls. 237.Í Íslandi í dag í kvöld verður rætt við Jón Steinar um efni bókarinnar. Kl. 18:50 í opinni dagskrá á Stöð 2, strax að loknum fréttum. Þar mun hann m.a svara fyrir bréfið.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira