Bara eins og lífið er Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 10:00 Öll verkin eru merkt 2014 og túlka sitthvað sem listamanninum hefur legið á hjarta á þessu ári. Fréttablaðið/Ernir Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður er úti á stétt þegar Fréttablaðsbíllinn rennur upp að götukanti við Freyjugötu 1, tilbúinn að leiða fávísan fréttamann um sýninguna Frábært Tilboð í Harbinger galleríi. Þar eru öll verkin merkt ártalinu 2014 og túlka sitthvað sem listamanninum hefur legið á hjarta á þessu ári. Allt meira og minna djúpt en þó stutt í húmorinn. Hann byrjar á að útskýra eitt, það er með þéttum svörtum og rauðum texta. Svarti textinn er eftir Christinu Lagarde, forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Þetta er ræða sem Lagarde hélt um töluna sjö, ég var að skoða hana á netinu og sá að hún var túlkuð sem skilaboð til elítunnar í heiminum. Þá fannst mér textinn Krossgötur, um mann sem selur sál sína, renna inn í ræðuna og úr varð þetta verk.“ Önnur mynd heitir Trommuþrællinn og vísar í texta um trommarann sem fær ekkert að borða – en hjúkk – á myndinni fær hann að borða. „Myndin gæti táknað hvern sem er. Launaþrælinn til dæmis, hvenær fær hann að borða?“ spyr Steingrímur. Ekki er honum lagið að skyggnast inn í framtíðina ef marka má eitt verkanna, lista yfir það sem hann hélt að mundi gerast þann og þann daginn. Ekkert rættist nema það að Snorri Ásmundsson sendi Framsóknarflokknum bréf. Hitt virkaði ekki. Steingrímur hitti ekki Spessa, fékk ekkert svar, ekkert dularfullt símtal. „Þetta er bara eins og lífið er,“ segir hann æðrulaus. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður er úti á stétt þegar Fréttablaðsbíllinn rennur upp að götukanti við Freyjugötu 1, tilbúinn að leiða fávísan fréttamann um sýninguna Frábært Tilboð í Harbinger galleríi. Þar eru öll verkin merkt ártalinu 2014 og túlka sitthvað sem listamanninum hefur legið á hjarta á þessu ári. Allt meira og minna djúpt en þó stutt í húmorinn. Hann byrjar á að útskýra eitt, það er með þéttum svörtum og rauðum texta. Svarti textinn er eftir Christinu Lagarde, forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Þetta er ræða sem Lagarde hélt um töluna sjö, ég var að skoða hana á netinu og sá að hún var túlkuð sem skilaboð til elítunnar í heiminum. Þá fannst mér textinn Krossgötur, um mann sem selur sál sína, renna inn í ræðuna og úr varð þetta verk.“ Önnur mynd heitir Trommuþrællinn og vísar í texta um trommarann sem fær ekkert að borða – en hjúkk – á myndinni fær hann að borða. „Myndin gæti táknað hvern sem er. Launaþrælinn til dæmis, hvenær fær hann að borða?“ spyr Steingrímur. Ekki er honum lagið að skyggnast inn í framtíðina ef marka má eitt verkanna, lista yfir það sem hann hélt að mundi gerast þann og þann daginn. Ekkert rættist nema það að Snorri Ásmundsson sendi Framsóknarflokknum bréf. Hitt virkaði ekki. Steingrímur hitti ekki Spessa, fékk ekkert svar, ekkert dularfullt símtal. „Þetta er bara eins og lífið er,“ segir hann æðrulaus.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira