Segir bæjarstjórann vera í pólitísku stríði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2014 20:00 Boðað verkfall Starfsmannafélags Kópavogs hefst að óbreyttu á mánudagsmorgun en það er helst tvennt sem aðilar deila um. Annars vegar gildistökuákvæði samningsins. Bæjarfélagið vill að samningurinn gildi frá 1. október en starfsmannafélagið að gildistíminn sé 1. maí síðastliðinn. Hins vegar er deilt um sérákvæði um háskólamenntað fólk. Kópavogsbær vill taka út úr kjarasamningi sérákvæði um að háskólamenntað fólk í Starfsmannafélaginu fái laun samkvæmt kjarasamningum háskólamanna, alls um 20 manns. Starfsmannafélagið leggst hins vegar alfarið gegn þessu. Um 700 starfsmenn bæjarfélagsins munu leggja niður störf á mánudag, takist ekki að semja.Hvaða áhrif kemur verkfall til með að hafa?„Við munum lama bæjarfélagið, sem að okkur þykir óskaplega leitt. Sundlaugar munu loka, félagsstarf aldraðra mun leggjast af. Við munum lama leikskóla, við munum lama starfsemi á leikskólum, þar á meðal í dægradvöl sem að mun loka,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs. Þá segir hún bæjarstjórann í Kópavogi vera í pólitísku stríði við sig, en vill þó ekki útskýra það nánar.Með hvaða hætti?„Það má kannski segja að hann sé í stríði við formann Starfsmannafélags Kópavogs, og þá persónulegu stríði.“Við þig þá? „Við mig, já,“ segir Jófríður.Staðan mikið áhyggjuefniÁrmann Kr. Ólafsson segir stöðuna mikið áhyggjuefni. Bæjarfélagið muni gera sitt allra besta til að veita íbúum nauðsynlega þjónustu ef til verkfalls kemur.Eruð þið að bjóða ykkar starfsmönnum sömu kjör og í öðrum sveitarfélögum? „Við höfum alltaf sagt, allan tímann, að við viljum skrifa undir þann kjarasamning sem að önnur sveitarfélög í landinu hafa gert. Því var hafnað af Starfsmannafélagi Kópavogs,“ segir Ármann.Formaður Starfsmannafélags Kópavogs segir að þú sért í pólitísku stríði við sig. Er það svo? „Þetta kemur mér alveg á óvart. Það er svo af og frá. Ég veit ekki af hverju ég ætti að vera í pólitísku stríði við hana. Í svona kjaradeilum má aldrei neitt svona persónulegt spila inn í,“ segir Ármann. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Boðað verkfall Starfsmannafélags Kópavogs hefst að óbreyttu á mánudagsmorgun en það er helst tvennt sem aðilar deila um. Annars vegar gildistökuákvæði samningsins. Bæjarfélagið vill að samningurinn gildi frá 1. október en starfsmannafélagið að gildistíminn sé 1. maí síðastliðinn. Hins vegar er deilt um sérákvæði um háskólamenntað fólk. Kópavogsbær vill taka út úr kjarasamningi sérákvæði um að háskólamenntað fólk í Starfsmannafélaginu fái laun samkvæmt kjarasamningum háskólamanna, alls um 20 manns. Starfsmannafélagið leggst hins vegar alfarið gegn þessu. Um 700 starfsmenn bæjarfélagsins munu leggja niður störf á mánudag, takist ekki að semja.Hvaða áhrif kemur verkfall til með að hafa?„Við munum lama bæjarfélagið, sem að okkur þykir óskaplega leitt. Sundlaugar munu loka, félagsstarf aldraðra mun leggjast af. Við munum lama leikskóla, við munum lama starfsemi á leikskólum, þar á meðal í dægradvöl sem að mun loka,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs. Þá segir hún bæjarstjórann í Kópavogi vera í pólitísku stríði við sig, en vill þó ekki útskýra það nánar.Með hvaða hætti?„Það má kannski segja að hann sé í stríði við formann Starfsmannafélags Kópavogs, og þá persónulegu stríði.“Við þig þá? „Við mig, já,“ segir Jófríður.Staðan mikið áhyggjuefniÁrmann Kr. Ólafsson segir stöðuna mikið áhyggjuefni. Bæjarfélagið muni gera sitt allra besta til að veita íbúum nauðsynlega þjónustu ef til verkfalls kemur.Eruð þið að bjóða ykkar starfsmönnum sömu kjör og í öðrum sveitarfélögum? „Við höfum alltaf sagt, allan tímann, að við viljum skrifa undir þann kjarasamning sem að önnur sveitarfélög í landinu hafa gert. Því var hafnað af Starfsmannafélagi Kópavogs,“ segir Ármann.Formaður Starfsmannafélags Kópavogs segir að þú sért í pólitísku stríði við sig. Er það svo? „Þetta kemur mér alveg á óvart. Það er svo af og frá. Ég veit ekki af hverju ég ætti að vera í pólitísku stríði við hana. Í svona kjaradeilum má aldrei neitt svona persónulegt spila inn í,“ segir Ármann.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira