Ásdís Jenna fær ekki túlk og stefnir HR Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. desember 2014 12:12 "Eru háskólar semsagt ekki fyrir alla, bara fyrir ófatlaða?“ segir lögmaður Ásdísar Jennu. vísir/vilhelm Allt bendir til þess að Ásdís Jenna Ástudóttir Ástráðsdóttir, heyrnarlaus nemandi í Háskólanum í Reykjavík, þurfi að bíða í allt að tvö ár eftir að geta hafið nám sitt í háskólanum að nýju. Hún þarf á táknmálstúlki að halda en íslenska ríkið og Háskólinn í Reykjavík hefur neitað henni um þann möguleika. Hún hyggst því stefna fyrrgreindum aðilum og krafðist þess að málið sætti flýtimeðferð, en var því hafnað í Hæstarétti Íslands í gær.Ásdís Jenna hóf nám við lagadeild haustið 2013.vísir/gvaÓsátt við niðurstöðuna „Ástæðan fyrir því að hún óskaði eftir flýtimeðferð var vegna þess að hún getur ekki byrjað aftur í náminu nema það verði leyst úr þessu. Hún hefur þurft að velja á milli þess að sleppa að vera með túlk í sumum kennslustundum, en þá missir hún úr. Eða þá að hún hefur borgað fyrir sjálf og hún hefur gert það að einhverju leyti, en hún hefur ekki bolmagn til þess að gera það svo vel sé,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Ásdísar Jennu. „Við erum auðvitað ósátt við þessa niðurstöðu. Nú tekur við venjuleg málsmeðferð en hún var að vonast til þess að málið myndi klárast í vor og að hún gæti byrjað aftur í náminu næsta haust en ég held að það sé borin von að hún nái næsta skólaári. Við erum mögulega að sjá fram á haustið 2017,“ bætir Daníel við. Ásdís Jenna hóf nám við lagadeild Háskólans í Reykjavík haustið 2013 og hefur hingað til leitast við að fylgjast með fyrirlestrum kennara með því að nota svokölluð FM tæki, en með því tæki talar fyrirlesarinn beint í hljóðnema sem er tengdur heyrnartækjum hennar. Áður en hún hóf laganám sitt var henni gert að undirrita samning við HR um BA nám og námsframvindu hennar við lagadeild skólans, þar sem meðal annars var að finna eftirfarandi ákvæði „komi til kostnaðar vegna táknmálstúlkaþjónustu mun Háskólinn í Reykjavík ekki standa straum af þeim kostnaði.“Daníel Isebarn Ágútsson, lögmaður Ásdísar Jennu, segir þetta fyrsta mál sinnar tegundar sem komið hefur á borð HR.Skólinn á ekki nægilegt fjármagn til að veita aukna aðstoð Ásdís Jenna segist hafa undirritað samninginn í þeirri trú að táknmálstúlkun vegna náms við háskóla yrði greidd af öðrum en HR, en í lögum segir að háskólar skuli veita fötluðum nemendum sérstakan stuðning í námi og að látið skuli í té sérfræðileg aðstoð og viðeigandi aðbúnaður eftir því sem kostur er. Í svari HR við fyrirspurn Félags heyrnarlausra, hvort að skólinn greiddi ekki fyrir táknmálstúlkaþjónustu sem heyrnarlausir eða heyrnaskertir nemendur kynnu á að halda vegna náms, segir að skólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að geta boðið upp á þann möguleika. Skólinn hefði leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og fengið þau svör að skólanum yrði ekki veitt fjármagn vegna þessa. „Eru háskólar ekki fyrir alla, eða bara ófatlaða?“ Ásdís Jenna gerði tvær tilraunir til að kæra ákvörðun háskólans til stjórnvalda. Annars vegar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema en hins vegar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Niðurstöður beggja stjórnvalda var að vísa málinu frá.Ásdís Jenna og eiginmaður hennar Kevin Buggle og sonur þeirra sem fæddist árið 2011.vísir/stefánDaníel telur að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar sem komið hefur á borð Háskólans í Reykjavík. Sambærileg mál hafi þó komið upp hjá Háskóla Íslands en þar sé boðið upp á túlkaþjónustu. Samkvæmt lögum sé munurinn sá að Háskólinn í Reykjavík einkahlutafélag en Háskóli Íslands stjórnvald. „Þessu er ég bara ekki sammála. Eru háskólar semsagt ekki fyrir alla, bara fyrir ófatlaða? Þurfa þeir sem eru fatlaðir allir að fara í sama háskólann? Hún hefur ákveðið að fara í Háskólann í Reykjavík og það á að vera hennar val,“ segir Daníel. Ásdís Jenna ræddi við Ísland í dag þegar nám hennar í lagadeild við Háskólann í Reykjavíkur hófst. Hún sagðist vera komin með nóg af því að traðkað væri á réttindum hennar og skráði sig því í nám. Hún er fjölfötluð en lætur fátt stöðva sig, eins og sjá má í eftirfarandi myndskeiðum. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Allt bendir til þess að Ásdís Jenna Ástudóttir Ástráðsdóttir, heyrnarlaus nemandi í Háskólanum í Reykjavík, þurfi að bíða í allt að tvö ár eftir að geta hafið nám sitt í háskólanum að nýju. Hún þarf á táknmálstúlki að halda en íslenska ríkið og Háskólinn í Reykjavík hefur neitað henni um þann möguleika. Hún hyggst því stefna fyrrgreindum aðilum og krafðist þess að málið sætti flýtimeðferð, en var því hafnað í Hæstarétti Íslands í gær.Ásdís Jenna hóf nám við lagadeild haustið 2013.vísir/gvaÓsátt við niðurstöðuna „Ástæðan fyrir því að hún óskaði eftir flýtimeðferð var vegna þess að hún getur ekki byrjað aftur í náminu nema það verði leyst úr þessu. Hún hefur þurft að velja á milli þess að sleppa að vera með túlk í sumum kennslustundum, en þá missir hún úr. Eða þá að hún hefur borgað fyrir sjálf og hún hefur gert það að einhverju leyti, en hún hefur ekki bolmagn til þess að gera það svo vel sé,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Ásdísar Jennu. „Við erum auðvitað ósátt við þessa niðurstöðu. Nú tekur við venjuleg málsmeðferð en hún var að vonast til þess að málið myndi klárast í vor og að hún gæti byrjað aftur í náminu næsta haust en ég held að það sé borin von að hún nái næsta skólaári. Við erum mögulega að sjá fram á haustið 2017,“ bætir Daníel við. Ásdís Jenna hóf nám við lagadeild Háskólans í Reykjavík haustið 2013 og hefur hingað til leitast við að fylgjast með fyrirlestrum kennara með því að nota svokölluð FM tæki, en með því tæki talar fyrirlesarinn beint í hljóðnema sem er tengdur heyrnartækjum hennar. Áður en hún hóf laganám sitt var henni gert að undirrita samning við HR um BA nám og námsframvindu hennar við lagadeild skólans, þar sem meðal annars var að finna eftirfarandi ákvæði „komi til kostnaðar vegna táknmálstúlkaþjónustu mun Háskólinn í Reykjavík ekki standa straum af þeim kostnaði.“Daníel Isebarn Ágútsson, lögmaður Ásdísar Jennu, segir þetta fyrsta mál sinnar tegundar sem komið hefur á borð HR.Skólinn á ekki nægilegt fjármagn til að veita aukna aðstoð Ásdís Jenna segist hafa undirritað samninginn í þeirri trú að táknmálstúlkun vegna náms við háskóla yrði greidd af öðrum en HR, en í lögum segir að háskólar skuli veita fötluðum nemendum sérstakan stuðning í námi og að látið skuli í té sérfræðileg aðstoð og viðeigandi aðbúnaður eftir því sem kostur er. Í svari HR við fyrirspurn Félags heyrnarlausra, hvort að skólinn greiddi ekki fyrir táknmálstúlkaþjónustu sem heyrnarlausir eða heyrnaskertir nemendur kynnu á að halda vegna náms, segir að skólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að geta boðið upp á þann möguleika. Skólinn hefði leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og fengið þau svör að skólanum yrði ekki veitt fjármagn vegna þessa. „Eru háskólar ekki fyrir alla, eða bara ófatlaða?“ Ásdís Jenna gerði tvær tilraunir til að kæra ákvörðun háskólans til stjórnvalda. Annars vegar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema en hins vegar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Niðurstöður beggja stjórnvalda var að vísa málinu frá.Ásdís Jenna og eiginmaður hennar Kevin Buggle og sonur þeirra sem fæddist árið 2011.vísir/stefánDaníel telur að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar sem komið hefur á borð Háskólans í Reykjavík. Sambærileg mál hafi þó komið upp hjá Háskóla Íslands en þar sé boðið upp á túlkaþjónustu. Samkvæmt lögum sé munurinn sá að Háskólinn í Reykjavík einkahlutafélag en Háskóli Íslands stjórnvald. „Þessu er ég bara ekki sammála. Eru háskólar semsagt ekki fyrir alla, bara fyrir ófatlaða? Þurfa þeir sem eru fatlaðir allir að fara í sama háskólann? Hún hefur ákveðið að fara í Háskólann í Reykjavík og það á að vera hennar val,“ segir Daníel. Ásdís Jenna ræddi við Ísland í dag þegar nám hennar í lagadeild við Háskólann í Reykjavíkur hófst. Hún sagðist vera komin með nóg af því að traðkað væri á réttindum hennar og skráði sig því í nám. Hún er fjölfötluð en lætur fátt stöðva sig, eins og sjá má í eftirfarandi myndskeiðum.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira