Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 13:38 Guðni Ágústsson, sem varð 65 ára fyrr í þessum mánuði, liggur enn undir feldi. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira