Perravaktin vill elta nafnlaus ógeð á netinu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2014 09:21 Búið er að stofna til hóps sem kallar sig Perravaktina, sem vill hafa hendur í hári perverta á netinu. visir/gva „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á perravaktin@gmail.com. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á perravaktin@gmail.com. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira