Skjólstæðingar gagnrýna miðlun persónuupplýsinga Haraldur Guðmundsson skrifar 26. júní 2014 07:00 Vinna við könnun Umboðsmanns skuldara hófst í maí og lauk í fyrradag. Vísir/Vilhelm Umboðsmanni skuldara hafa borist kvartanir vegna ákvörðunar embættisins um að senda upplýsingar um 1.700 skjólstæðinga þess til einkarekins rannsóknarfyrirtækis. Upplýsingarnar voru notaðar í þjónustukönnun sem embættið taldi hafa leyfi Persónuverndar. Í könnuninni var haft samband við bæði fyrrverandi og núverandi skjólstæðinga sem höfðu sótt ráðgjöf til Umboðsmanns skuldara eða farið í greiðsluaðlögun. Þeir sem samþykktu að taka þátt voru meðal annars spurðir um ánægju þeirra með embættið og hvernig þeim hefði gengið að fara eftir ráðleggingum þess. Fyrirtækið Maskína sá um gerð könnunarinnar. Starfsmenn þess höfðu upplýsingar um kennitölur, símanúmer og netföng einstaklinganna. Þeir vissu einnig hvort skjólstæðingarnir hefðu leitað ráðgjafar eða farið í greiðsluaðlögun. Viðmælandi Fréttablaðsins, sem vildi ekki láta nafn síns getið, hafði samband við Umboðsmann skuldara í gær til að lýsa óánægju sinni með að upplýsingar um hann hefðu ratað til fyrirtækisins. Þá var honum sagt að Persónuvernd hefði gefið leyfi fyrir könnuninni. „Það er einfaldlega rangt. Við höfum ekki gefið neitt leyfi fyrir þessari könnun,“ segir Þórður Sveinsson, forstöðumaður lögfræðisviðs Persónuverndar. Hann segir Persónuvernd einungis hafa fengið tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara um þjónustukönnunina. Í svari Persónuverndar við þeirri tilkynningu hafi verið tekið fram að engin afstaða hefði verið tekin til efnis hennar. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir embættið hafa talið svar Persónuverndar ígildi leyfis. „Úrtakið var 1.700 manns en það hafa einungis tveir kvartað til okkar. Það má líka ekki gleyma því að fólk sem er ósátt hefur úrræði. Það getur í fyrsta lagi leitað til Persónuverndar og svo getur það auðvitað neitað að svara,“ segir Ásta. Spurð hvort þau úrræði eigi við í þeim tilvikum þar sem einstaklingar séu ósáttir við að upplýsingar um þá hafi farið til þriða aðila segir Ásta könnunina lúta sömu lögmálum og reglum og ef starfsmenn embættisins hefðu unnið hana. „Bæði hvað varðar trúnaðarskyldu og hæfisreglur. En ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er viðkvæmt mál en mér finnst persónulega ekki mikið að tveir aðilar hafi leitað til okkar til að kvarta af öllu þessu fólki,“ segir Ásta.Dreifði lista yfir skjólstæðinga Umboðsmaður skuldara hefur áður verið gagnrýndur fyrir meðferð persónuupplýsinga. Persónuvernd úrskurðaði í september 2012 að embættinu hefði verið óheimilt að senda bréf með upplýsingum um rúmlega þrjú þúsund einstaklinga til nokkurra lífeyrissjóða. Fyrir mannleg mistök var bréfið einnig sent innheimtudeild Landspítalans. Þann 27. júní 2012 úrskurðaði Persónuvernd að starfsmanni stofnunarinnar hefði ekki verið heimilt að senda félagsþjónustu Hafnarfjarðar tölvupóst sem innihélt upplýsingar um að skjólstæðingur hefði hlotið greiðslu fyrir tímabundna örorku frá Tryggingastofnun ríkisins. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Umboðsmanni skuldara hafa borist kvartanir vegna ákvörðunar embættisins um að senda upplýsingar um 1.700 skjólstæðinga þess til einkarekins rannsóknarfyrirtækis. Upplýsingarnar voru notaðar í þjónustukönnun sem embættið taldi hafa leyfi Persónuverndar. Í könnuninni var haft samband við bæði fyrrverandi og núverandi skjólstæðinga sem höfðu sótt ráðgjöf til Umboðsmanns skuldara eða farið í greiðsluaðlögun. Þeir sem samþykktu að taka þátt voru meðal annars spurðir um ánægju þeirra með embættið og hvernig þeim hefði gengið að fara eftir ráðleggingum þess. Fyrirtækið Maskína sá um gerð könnunarinnar. Starfsmenn þess höfðu upplýsingar um kennitölur, símanúmer og netföng einstaklinganna. Þeir vissu einnig hvort skjólstæðingarnir hefðu leitað ráðgjafar eða farið í greiðsluaðlögun. Viðmælandi Fréttablaðsins, sem vildi ekki láta nafn síns getið, hafði samband við Umboðsmann skuldara í gær til að lýsa óánægju sinni með að upplýsingar um hann hefðu ratað til fyrirtækisins. Þá var honum sagt að Persónuvernd hefði gefið leyfi fyrir könnuninni. „Það er einfaldlega rangt. Við höfum ekki gefið neitt leyfi fyrir þessari könnun,“ segir Þórður Sveinsson, forstöðumaður lögfræðisviðs Persónuverndar. Hann segir Persónuvernd einungis hafa fengið tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara um þjónustukönnunina. Í svari Persónuverndar við þeirri tilkynningu hafi verið tekið fram að engin afstaða hefði verið tekin til efnis hennar. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir embættið hafa talið svar Persónuverndar ígildi leyfis. „Úrtakið var 1.700 manns en það hafa einungis tveir kvartað til okkar. Það má líka ekki gleyma því að fólk sem er ósátt hefur úrræði. Það getur í fyrsta lagi leitað til Persónuverndar og svo getur það auðvitað neitað að svara,“ segir Ásta. Spurð hvort þau úrræði eigi við í þeim tilvikum þar sem einstaklingar séu ósáttir við að upplýsingar um þá hafi farið til þriða aðila segir Ásta könnunina lúta sömu lögmálum og reglum og ef starfsmenn embættisins hefðu unnið hana. „Bæði hvað varðar trúnaðarskyldu og hæfisreglur. En ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er viðkvæmt mál en mér finnst persónulega ekki mikið að tveir aðilar hafi leitað til okkar til að kvarta af öllu þessu fólki,“ segir Ásta.Dreifði lista yfir skjólstæðinga Umboðsmaður skuldara hefur áður verið gagnrýndur fyrir meðferð persónuupplýsinga. Persónuvernd úrskurðaði í september 2012 að embættinu hefði verið óheimilt að senda bréf með upplýsingum um rúmlega þrjú þúsund einstaklinga til nokkurra lífeyrissjóða. Fyrir mannleg mistök var bréfið einnig sent innheimtudeild Landspítalans. Þann 27. júní 2012 úrskurðaði Persónuvernd að starfsmanni stofnunarinnar hefði ekki verið heimilt að senda félagsþjónustu Hafnarfjarðar tölvupóst sem innihélt upplýsingar um að skjólstæðingur hefði hlotið greiðslu fyrir tímabundna örorku frá Tryggingastofnun ríkisins.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira