Innlent

Tindur gerir neytendum eiturlyfja erfitt fyrir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Lögreglan á Vestfjörðum
Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum hefur staðið sig vel frá því að hann kom vestur í apríl síðastliðnum. Hundurinn, sem heitir Tindur, hefur átt stóran þátt í að lögreglumenn hafa fundið og lagt hald á ólögleg fíkniefni segir í tilkynningu frá lögreglu.

Í gær fann hundurinn talsvert magn af hvítu efni sem talið er vera amfetamín en efnin höfðu verið falin vandlega í vélarhluta bifreiðar sem lögreglumenn stöðvuðu á Ísafirði við almennt eftirlit. Það sem af er ári hefur lögreglan á Vestfjörðum lagt hald á tæp 130 grömm af ólöglegum fíkniefnum.

Þá hafa 27 ökumenn á Vestfjörðum verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna það sem af er þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×