Mikilvægt að útskrifa fleiri með tæknimenntun Gunnar Gunnarsson skrifar 26. júní 2014 20:15 Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira