Mikilvægt að útskrifa fleiri með tæknimenntun Gunnar Gunnarsson skrifar 26. júní 2014 20:15 Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira