Telja húsin liggja undir skemmdum vegna sprenginga Sveinn Arnarsson skrifar 13. júní 2014 10:15 Húsið við Gunnarsbraut sem liggur undir skemmdum. Fréttablaðið/Stefán Sprungur eru farnar að myndast á byggingum í Norðurmýrinni í Reykjavík, sem íbúar segja að rekja megi til sprenginga á svokölluðum Einholtsreit. Íbúar í Norðurmýrinni eru orðnir langþreyttir á titringi, sem líkja má við öfluga jarðskjálfta, vegna sprenginganna, sem hófust þann fjórða apríl síðastliðinn og hefur verið sprengt allt upp í fimm sinnum á dag. Helga Gerður Magnúsdóttir er íbúi á Gunnarsbraut í Norðurmýri og hefur ekki farið varhluta af sprengingunum og öllu því sem tilheyrir þeim. „Þetta er verulega þreytandi. Hér leikur allt á reiðiskjálfi nokkrum sinnum á dag. Þetta kemur illa við mann, því þetta er eins og jarðskjálftar eða eins og að búa við loftárásir.“ Hús Helgu Gerðar er byggt árið 1939 í þessu friðsama og rótgróna hverfi. Fyrir um þremur árum var húsið gert upp að utan og vandað til verka. Nú í vikunni sá Helga Gerður nýja sprungu í múrhúð hússins sem hún vill rekja til sprenginganna. „Ég hef aldrei séð þessa sprungu áður, hún var bara að koma fyrir örfáum dögum. Rökréttasta skýringin á þessari nýju sprungu eru framkvæmdirnar í Einholti,“ segir Helga Gerður. „Auðvitað spyr maður sig hvort ekki sé hægt að gera þetta í minni skömmtum og hafa hleðslurnar ögn kraftminni. Þannig þurfa framkvæmdirnar ekki að valda svona miklum óþægindum og eignatjóni.“Aðalgeir Hólmsteinssonn, umsjónarmaður framkvæmda, segir áhrif framkvæmdanna alltaf hafa verið ofarlega í huga þeirra sem standa að verkinu. Takmarkið væri að valda sem minnstu ónæði nágranna. „Áður en vinna við sprengingar á reitnum hófst, fór verktakinn sem sér um þennan þátt framkvæmda ásamt tryggingafélagi sínu og tók út húsin í næsta nágrenni byggingareitsins. Við úttekt er ytra byrði húsa metið ásamt burðarvirki þeirra. Staðsetning hússins á Gunnarsbraut er fyrir utan það svæði sem tryggingafyrirtækið skilgreinir sem áhrifasvæði.“ „Við höfum farið mjög varlega í þessum efnum og gert meiri kröfur en reglugerðir kveða á um til að lágmarka hættu á tjóni og gætum þess svo jafnframt að sprengingar á svæðinu hafi sem minnst áhrif á daglegt líf fólks.“ „Sprengingar á reitnum eru nú á lokastigi og vonumst við að geta klárað þennan verkþátt á allra næstu dögum. Þetta hefur gengið vel og er verkið á undan þeirri áætlun sem við gáfum okkur m.v. fyrirliggjandi forsendur. Við höfum og reynt að sinna upplýsingagjöf til íbúa á svæðinu eins og kostur er, þannig að þeir séu meðvitaðir um gang mála.“Árétting: Rangt var haft eftir Aðalgeir í Fréttablaðinu í dag. Hér birtist fréttin rétt. Blaðamaður harmar þau mistök sem voru gerð. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira
Sprungur eru farnar að myndast á byggingum í Norðurmýrinni í Reykjavík, sem íbúar segja að rekja megi til sprenginga á svokölluðum Einholtsreit. Íbúar í Norðurmýrinni eru orðnir langþreyttir á titringi, sem líkja má við öfluga jarðskjálfta, vegna sprenginganna, sem hófust þann fjórða apríl síðastliðinn og hefur verið sprengt allt upp í fimm sinnum á dag. Helga Gerður Magnúsdóttir er íbúi á Gunnarsbraut í Norðurmýri og hefur ekki farið varhluta af sprengingunum og öllu því sem tilheyrir þeim. „Þetta er verulega þreytandi. Hér leikur allt á reiðiskjálfi nokkrum sinnum á dag. Þetta kemur illa við mann, því þetta er eins og jarðskjálftar eða eins og að búa við loftárásir.“ Hús Helgu Gerðar er byggt árið 1939 í þessu friðsama og rótgróna hverfi. Fyrir um þremur árum var húsið gert upp að utan og vandað til verka. Nú í vikunni sá Helga Gerður nýja sprungu í múrhúð hússins sem hún vill rekja til sprenginganna. „Ég hef aldrei séð þessa sprungu áður, hún var bara að koma fyrir örfáum dögum. Rökréttasta skýringin á þessari nýju sprungu eru framkvæmdirnar í Einholti,“ segir Helga Gerður. „Auðvitað spyr maður sig hvort ekki sé hægt að gera þetta í minni skömmtum og hafa hleðslurnar ögn kraftminni. Þannig þurfa framkvæmdirnar ekki að valda svona miklum óþægindum og eignatjóni.“Aðalgeir Hólmsteinssonn, umsjónarmaður framkvæmda, segir áhrif framkvæmdanna alltaf hafa verið ofarlega í huga þeirra sem standa að verkinu. Takmarkið væri að valda sem minnstu ónæði nágranna. „Áður en vinna við sprengingar á reitnum hófst, fór verktakinn sem sér um þennan þátt framkvæmda ásamt tryggingafélagi sínu og tók út húsin í næsta nágrenni byggingareitsins. Við úttekt er ytra byrði húsa metið ásamt burðarvirki þeirra. Staðsetning hússins á Gunnarsbraut er fyrir utan það svæði sem tryggingafyrirtækið skilgreinir sem áhrifasvæði.“ „Við höfum farið mjög varlega í þessum efnum og gert meiri kröfur en reglugerðir kveða á um til að lágmarka hættu á tjóni og gætum þess svo jafnframt að sprengingar á svæðinu hafi sem minnst áhrif á daglegt líf fólks.“ „Sprengingar á reitnum eru nú á lokastigi og vonumst við að geta klárað þennan verkþátt á allra næstu dögum. Þetta hefur gengið vel og er verkið á undan þeirri áætlun sem við gáfum okkur m.v. fyrirliggjandi forsendur. Við höfum og reynt að sinna upplýsingagjöf til íbúa á svæðinu eins og kostur er, þannig að þeir séu meðvitaðir um gang mála.“Árétting: Rangt var haft eftir Aðalgeir í Fréttablaðinu í dag. Hér birtist fréttin rétt. Blaðamaður harmar þau mistök sem voru gerð.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira