„Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. júní 2014 07:16 Guðni dregur hvergi af sér í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun og segir ritsóða reyna að hafa æruna af Framsóknarflokknum. „Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka, aðeins einu sinni gripið til orða skáldsins um „Ísland fyrir Íslendinga,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, í grein sem Morgunblaðið birtir í morgun. Fyrirsögn greinarinnar er: „Ég ákæri ritstjóra DV og Fréttablaðsins“. Guðni dregur hvergi af sér en hann hefur grein sína á þessum orðum: „Ritsóðar sem einskis svífast í pólitískum fordómum vilja nú reyna hið ómögulega, að hirða æruna af Framsóknarflokknum og forystumönnum hans í eitt hundrað ár, lífs og liðnum. Þar gefa ekki síst tóninn bæði Fréttablaðið og DV og nettröllin fylgja eftir og níðast á öllu og öllum og framsóknarmenn eru taldir óalandi og óferjandi, allt römm hatursskrif.“Ljótasta pólitíska skopmynd sem birst hefur, segir Guðni og fordæmir Ólaf Stephensen vegna birtingar hennar.Guðni er að vísa til umræðunnar sem spratt upp í kjölfar útspils Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík, í kosningabaráttu í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum; þess efnis að hún vilji að lóðaúthlutun til Félags múslima á Íslandi verði dregin til baka. Það útspil hafi, að sögn Guðna, gefið hatursfullum mönnum tilefni til að leiða umræðuna útí forarmýri. Guðni segir að Sveinbjörg Birna hafi vegna reynsluleysis gengið lengra en hún réð við, en það afsaki ekki árásirnar, að sögn Guðna. „Ljótasta pólitíska mynd sem birst hefur á Íslandi var skopmynd Fréttablaðsins á kjördag þar sem fulltrúi flokksins í Reykjavík var meðal leiðtoganna hjúpuð sem alþjóðlegur glæpamaður og morðingi. Hafðu skömm fyrir Ólafur Stephensen,“ skrifar Guðni, og honum er heitt í hamsi. Jafnframt lýsir Guðni því yfir að hann og Framsóknarflokkurinn hafi „stutt allar réttindarbætur samkynhneigðra og fagnað mannréttindabaráttu þeirra og frelsi til lífs og ásta," og bætir við: „Guð almáttugur skóp þá eins og okkur hin." Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka, aðeins einu sinni gripið til orða skáldsins um „Ísland fyrir Íslendinga,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, í grein sem Morgunblaðið birtir í morgun. Fyrirsögn greinarinnar er: „Ég ákæri ritstjóra DV og Fréttablaðsins“. Guðni dregur hvergi af sér en hann hefur grein sína á þessum orðum: „Ritsóðar sem einskis svífast í pólitískum fordómum vilja nú reyna hið ómögulega, að hirða æruna af Framsóknarflokknum og forystumönnum hans í eitt hundrað ár, lífs og liðnum. Þar gefa ekki síst tóninn bæði Fréttablaðið og DV og nettröllin fylgja eftir og níðast á öllu og öllum og framsóknarmenn eru taldir óalandi og óferjandi, allt römm hatursskrif.“Ljótasta pólitíska skopmynd sem birst hefur, segir Guðni og fordæmir Ólaf Stephensen vegna birtingar hennar.Guðni er að vísa til umræðunnar sem spratt upp í kjölfar útspils Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík, í kosningabaráttu í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum; þess efnis að hún vilji að lóðaúthlutun til Félags múslima á Íslandi verði dregin til baka. Það útspil hafi, að sögn Guðna, gefið hatursfullum mönnum tilefni til að leiða umræðuna útí forarmýri. Guðni segir að Sveinbjörg Birna hafi vegna reynsluleysis gengið lengra en hún réð við, en það afsaki ekki árásirnar, að sögn Guðna. „Ljótasta pólitíska mynd sem birst hefur á Íslandi var skopmynd Fréttablaðsins á kjördag þar sem fulltrúi flokksins í Reykjavík var meðal leiðtoganna hjúpuð sem alþjóðlegur glæpamaður og morðingi. Hafðu skömm fyrir Ólafur Stephensen,“ skrifar Guðni, og honum er heitt í hamsi. Jafnframt lýsir Guðni því yfir að hann og Framsóknarflokkurinn hafi „stutt allar réttindarbætur samkynhneigðra og fagnað mannréttindabaráttu þeirra og frelsi til lífs og ásta," og bætir við: „Guð almáttugur skóp þá eins og okkur hin."
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira