„Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. júní 2014 07:16 Guðni dregur hvergi af sér í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun og segir ritsóða reyna að hafa æruna af Framsóknarflokknum. „Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka, aðeins einu sinni gripið til orða skáldsins um „Ísland fyrir Íslendinga,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, í grein sem Morgunblaðið birtir í morgun. Fyrirsögn greinarinnar er: „Ég ákæri ritstjóra DV og Fréttablaðsins“. Guðni dregur hvergi af sér en hann hefur grein sína á þessum orðum: „Ritsóðar sem einskis svífast í pólitískum fordómum vilja nú reyna hið ómögulega, að hirða æruna af Framsóknarflokknum og forystumönnum hans í eitt hundrað ár, lífs og liðnum. Þar gefa ekki síst tóninn bæði Fréttablaðið og DV og nettröllin fylgja eftir og níðast á öllu og öllum og framsóknarmenn eru taldir óalandi og óferjandi, allt römm hatursskrif.“Ljótasta pólitíska skopmynd sem birst hefur, segir Guðni og fordæmir Ólaf Stephensen vegna birtingar hennar.Guðni er að vísa til umræðunnar sem spratt upp í kjölfar útspils Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík, í kosningabaráttu í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum; þess efnis að hún vilji að lóðaúthlutun til Félags múslima á Íslandi verði dregin til baka. Það útspil hafi, að sögn Guðna, gefið hatursfullum mönnum tilefni til að leiða umræðuna útí forarmýri. Guðni segir að Sveinbjörg Birna hafi vegna reynsluleysis gengið lengra en hún réð við, en það afsaki ekki árásirnar, að sögn Guðna. „Ljótasta pólitíska mynd sem birst hefur á Íslandi var skopmynd Fréttablaðsins á kjördag þar sem fulltrúi flokksins í Reykjavík var meðal leiðtoganna hjúpuð sem alþjóðlegur glæpamaður og morðingi. Hafðu skömm fyrir Ólafur Stephensen,“ skrifar Guðni, og honum er heitt í hamsi. Jafnframt lýsir Guðni því yfir að hann og Framsóknarflokkurinn hafi „stutt allar réttindarbætur samkynhneigðra og fagnað mannréttindabaráttu þeirra og frelsi til lífs og ásta," og bætir við: „Guð almáttugur skóp þá eins og okkur hin." Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Ég hef aldrei fordæmt gula eða þeldökka, aðeins einu sinni gripið til orða skáldsins um „Ísland fyrir Íslendinga,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, í grein sem Morgunblaðið birtir í morgun. Fyrirsögn greinarinnar er: „Ég ákæri ritstjóra DV og Fréttablaðsins“. Guðni dregur hvergi af sér en hann hefur grein sína á þessum orðum: „Ritsóðar sem einskis svífast í pólitískum fordómum vilja nú reyna hið ómögulega, að hirða æruna af Framsóknarflokknum og forystumönnum hans í eitt hundrað ár, lífs og liðnum. Þar gefa ekki síst tóninn bæði Fréttablaðið og DV og nettröllin fylgja eftir og níðast á öllu og öllum og framsóknarmenn eru taldir óalandi og óferjandi, allt römm hatursskrif.“Ljótasta pólitíska skopmynd sem birst hefur, segir Guðni og fordæmir Ólaf Stephensen vegna birtingar hennar.Guðni er að vísa til umræðunnar sem spratt upp í kjölfar útspils Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík, í kosningabaráttu í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum; þess efnis að hún vilji að lóðaúthlutun til Félags múslima á Íslandi verði dregin til baka. Það útspil hafi, að sögn Guðna, gefið hatursfullum mönnum tilefni til að leiða umræðuna útí forarmýri. Guðni segir að Sveinbjörg Birna hafi vegna reynsluleysis gengið lengra en hún réð við, en það afsaki ekki árásirnar, að sögn Guðna. „Ljótasta pólitíska mynd sem birst hefur á Íslandi var skopmynd Fréttablaðsins á kjördag þar sem fulltrúi flokksins í Reykjavík var meðal leiðtoganna hjúpuð sem alþjóðlegur glæpamaður og morðingi. Hafðu skömm fyrir Ólafur Stephensen,“ skrifar Guðni, og honum er heitt í hamsi. Jafnframt lýsir Guðni því yfir að hann og Framsóknarflokkurinn hafi „stutt allar réttindarbætur samkynhneigðra og fagnað mannréttindabaráttu þeirra og frelsi til lífs og ásta," og bætir við: „Guð almáttugur skóp þá eins og okkur hin."
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira