Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði fram á nótt að konunni, sem saknað er í Fljótshlíðinni, en án árangurs.
Fundað var í morgun klukkan átta og dagurinn skipulagður. Leit hófst svo aftur klukkan níu.
Engar nýjar vísbendingar komu fram í gærkvöldi. Rannsókn á fótsporum, sem fundust austan við Bleikárgljúfur í gærmorgun, skilaði engu og ekki heldur leit í hellisskúta á bak við foss í gilinu. Í dag á meðal annars að skoða hylji í vötnum og ám á svæðinu.
Leitað í hyljum og vötnum í dag
Gissur Sigurðsson skrifar
