„Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2014 15:18 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Stefán Aðalmeðferð fór fram í máli hins opinbera gegn Óðni Frey Valgeirssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Óðinn er ákærður fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, með því að hafa, sunnudaginn 11. mars 2012, veist með ofbeldi og hótunum að konu á þrítugsaldri á þáverandi heimili hans. Í ákærunni er Óðni Frey gefið að sök að hafa meinað konunni útgöngu úr læstu herbergi í tvær klukkustundir. Óðinn hafi hrint konunni ítrekað, rifið í og dregið hana á hárinu. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa slegið konuna með flötum lófa, og sparkað einu sinni í hægra hné hennar. Óðinn á einnig að hafa hótað konunni lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. Þá hafi hann haldið á opnum skærum sem hann ógnaði henni með. Þegar Óðinn byrjaði að lýsa sinni hlið málsins fyrir dómi í dag var hann mjög hikandi í fyrstu. Hann þverneitaði þeim sökum sem á hann eru bornar í ákærunni. „Hún var uppi hjá mér í einn og hálfan til tvo tíma. Ekkert meira en það. Við vorum bara að tala um daginn og veginn,“ sagði Óðinn. Þá sagði hann að hún hafi á endanum farið heim. „Ég hef aldrei lagt hendur á þessa stelpu.“ „Mér finnst rosalega furðurlegt að hún hafi ekki bankað hjá móður minni á leiðinni niður, ef ég á að hafa beitt hana ofbeldi,“ sagði hann. „Ég skil ekki af hverju hún er að gera þetta. Kannski vantar hana athygli eða peninga. Ég er alls ekki ofbeldisfullur maður.“ Einnig neitaði hann hafa reynt að þvinga hana til maka. „Mig langar ekkert í þessa stelpu. Ekki neitt.“ Sækjandi spurði hann einnig út í ástand sitt þann dag og hvort hann hefði verið undir áhrifum.Ekki í „blackouti“ „Nei nei, ég var alveg viðræðuhæfur og var ekkert í einhverju blackouti.“ Hann viðurkenndi þó að neysla sín hefði að einhverju leyti verið fíkniefnaneysla. Þegar Óðinn var spurður um ástæðu þess að konan hafi komið í heimsókn spurði hann sækjanda málsins á móti. „Af hverju býður þú fólki í heimsókn?“ Hann sagðist þó ekki muna hvort þeirra hefði átt frumkvæði að heimsókninni. Hann sagði þau hafa rætt allskonar málefni, eins og íþróttir og að hann langaði að verða edrú aftur. Þá var Óðinn spurður hvers vegna konan hafi farið úr íbúð hans og svaraði hann á þá leið að kvöldið hefði verið liðið og þess vegna hafi hún farið. Sækjandi benti honum þá á að atvikið hefði átt sér stað á sunnudagsmorgni. „Morgni? Gerðist þetta á sunnudagsmorgni?“ spurði hann verjanda sinn sem kinkaði kolli við því. Þvínæst var Óðinn spurður út í samskipti sín við konuna fyrir og eftir hið meinta atvik. Sneru spurningarnar að símtölum og smáskilaboðum þeirra á milli. „Ég man ekki nákvæmlega klukkan hvað þetta var. Ég man samt að þessar ásakanir hennar eru út í hött og að það var dimmt.“ Tvö sms skilaboð voru lesin upp sem í stóð annars vegar að hann sæi eftir þessu, myndir aldrei gera þetta edrú, hann hafi verið í blackouti og baðst hann fyrirgefningar. Í hinum stóð: „ok ég gerði mistök.“ Verjandi Óðins mótmælti því að skilaboðin væru sett fram án nokkurs samhengis. Óðinn sagðist þó minnast þess að hann hafi ætlað að senda þessi skilaboð á annað símanúmer. Við skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma sagðist hann vera að biðjast fyrirgefningar á allt öðru atviki. Hann var einnig spurður út í samskipti þeirra á milli á Facebook einhverjum dögum eftir atvikið. „Ég bölvaði henni í sand og ösku fyrir að ljúga upp á mig. Á endanum blokkaði ég hana.“ Sækjandi spurði þá hvort hann ætti við hann hefði útilokað hana á Facebook. „Hefur þú aldrei verið á Facebook? Þú veist alveg hvað það er að blokka,“ sagði Óðinn.Veruleg andleg áhrif Konan sagði allt aðra sögu af hinu fundi þeirra Óðins þann 11. mars 2012, en hún sagði að þau hefðu fyrst kynnst á Sogni þá þrettán eða fjórtán ára unglingar. Seinna hafi vinátta þróast á milli þeirra. Umræddan morgun hafi hún séð Facebook-færslu frá Óðni um vandræði á milli hans og þáveranda kærustu. Því hafi hún ákveðið að fara í heimsókn til hans og hjálpa honum. Hún fór á bíl og sótti hann og keyrði hann heim. „Ég fann það strax á röddinni að hann væri ekki með sjálfum sér,“ sagði hún og hélt að hann hefði verið búinn að fá sér í glas „eða eitthvað“. Hún segir að það hafi tekið mikinn tíma að koma honum út í bíl og þegar hann hafi komið hafi hann einungis verið í einum skó. Hún lýsti honum í mjög annarlegu ástandi og minnti að hann hefði fallið ur bindindi tveimur dögum fyrr. Hún taldi best að fylgja honum inn. Þegar þau hafi komið í herbergi hans hafi þau byrjað að fá sér sígarettu og þá hafi ballið byrjað. Hann hafi beðið hana um að koma að kúra en því hafi hún neitað. Þá hafi hann brugðist reiður við og sagt: „Hvern djöfulinn ertu þá að gera hérna?“ og sagt henni að fara út. Þegar hún hafi ætlað að fara út hafi hann stöðvað hana og hrint henni. Hann hafi einnig rifið í hárið á henni og sparkað í hana. „Svona gekk þetta, koll af kolli.“ Margsinnis hafi hún reynt að fara út og alltaf hafi hann hrint henni. Á endanum hafi hann hótað henni í grófu máli og krafist samræðis, annars myndi hann drepa hana. Hún segist hafa neitað því og þá hafi hann tekið upp skæri sem lágu á gólfinu og hótað henni með þeim. Við það segist hún hafa sparkað í hann og þá hafi hún skorist á fæti. Hann hafi róast eftir það og hún komist út. Hún sagði atvikið hafa haft veruleg andleg áhrif á sig. Eftir það sé hún alltaf á verði og kippi sér upp við minnst hljóð og sofi illa. Hún hafi byrjað að drekka ansi mikið til að deyfa vanlíðanina. „Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér,“ sagði hún. Verjandi Óðins vísaði í málsgögnin þar sem geðlæknir segir hana hafa verið til lengri tíma í meðferð vegna kvíða og þunglyndis. Hún sagðist hafa verið búin að svo gott sem ná tökum á því fyrir atvikið og benti á að í málsgögnunum standi að kvíðinn hafi aukist mikið í kjölfar 11. mars.Vísir/StefánEinnig ákærður fyrir innbrot Óðinn er einnig ákærður fyrir að brjótast inn í apótek í Garðabæ og stela þaðan tíu pakkningum af lyfjum. Hann var handtekinn það kvöld í grennd við apótekið en vildi þó ekkert kannast við að hafa brotist inn. Aðspurður hvað hafi gerst þessa nótt segir Óðinn í fyrstu: „Gerðist þetta ekki í Hafnarfirði? Já, ég lenti í rifrildi við einhvern gæja út af flösku.“ Hann sagðist hafa verið á göngu með „einhverjum rússneskum strák“ og hafi þeir fyrr um kvöldið sótt landa sem var í vodkaflösku. „Það var snjór þetta kvöld og ég rann í hálkunni og datt. Flaskan brotnaði og ég skar mig á henni.“ Þannig útskýrði hann skurðáverka sem hann var með þegar hann var handtekinn. Lögregluþjónn sem bar vitni sagði hann hafa verið útataðan í blóði og öryggisvörður sagði hann hafa skorið sig við að fara í gegnum rúðu sem hafi verið brotin. Sækjandi sýndi myndir úr öryggismyndavél úr apótekinu, en Óðinn þvertók fyrir að myndirnar væru af honum. Þá fannst blóð á vettvangi og blóðprufa var tekin af Óðni en ekki var talin ástæða til að rannsaka það frekar. Einn lögregluþjónn staðhæfði að myndirnar væru af Óðni. Aðalmeðferð málsins er ekki lokið, þar sem einhver vitni vantaði í dag. Þá voru meðdómarar málsins leystir frá störfum vegna fjölskyldutengsla annars þeirra við réttargæslumann konunnar. Tengdar fréttir Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31 Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli hins opinbera gegn Óðni Frey Valgeirssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Óðinn er ákærður fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, með því að hafa, sunnudaginn 11. mars 2012, veist með ofbeldi og hótunum að konu á þrítugsaldri á þáverandi heimili hans. Í ákærunni er Óðni Frey gefið að sök að hafa meinað konunni útgöngu úr læstu herbergi í tvær klukkustundir. Óðinn hafi hrint konunni ítrekað, rifið í og dregið hana á hárinu. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa slegið konuna með flötum lófa, og sparkað einu sinni í hægra hné hennar. Óðinn á einnig að hafa hótað konunni lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. Þá hafi hann haldið á opnum skærum sem hann ógnaði henni með. Þegar Óðinn byrjaði að lýsa sinni hlið málsins fyrir dómi í dag var hann mjög hikandi í fyrstu. Hann þverneitaði þeim sökum sem á hann eru bornar í ákærunni. „Hún var uppi hjá mér í einn og hálfan til tvo tíma. Ekkert meira en það. Við vorum bara að tala um daginn og veginn,“ sagði Óðinn. Þá sagði hann að hún hafi á endanum farið heim. „Ég hef aldrei lagt hendur á þessa stelpu.“ „Mér finnst rosalega furðurlegt að hún hafi ekki bankað hjá móður minni á leiðinni niður, ef ég á að hafa beitt hana ofbeldi,“ sagði hann. „Ég skil ekki af hverju hún er að gera þetta. Kannski vantar hana athygli eða peninga. Ég er alls ekki ofbeldisfullur maður.“ Einnig neitaði hann hafa reynt að þvinga hana til maka. „Mig langar ekkert í þessa stelpu. Ekki neitt.“ Sækjandi spurði hann einnig út í ástand sitt þann dag og hvort hann hefði verið undir áhrifum.Ekki í „blackouti“ „Nei nei, ég var alveg viðræðuhæfur og var ekkert í einhverju blackouti.“ Hann viðurkenndi þó að neysla sín hefði að einhverju leyti verið fíkniefnaneysla. Þegar Óðinn var spurður um ástæðu þess að konan hafi komið í heimsókn spurði hann sækjanda málsins á móti. „Af hverju býður þú fólki í heimsókn?“ Hann sagðist þó ekki muna hvort þeirra hefði átt frumkvæði að heimsókninni. Hann sagði þau hafa rætt allskonar málefni, eins og íþróttir og að hann langaði að verða edrú aftur. Þá var Óðinn spurður hvers vegna konan hafi farið úr íbúð hans og svaraði hann á þá leið að kvöldið hefði verið liðið og þess vegna hafi hún farið. Sækjandi benti honum þá á að atvikið hefði átt sér stað á sunnudagsmorgni. „Morgni? Gerðist þetta á sunnudagsmorgni?“ spurði hann verjanda sinn sem kinkaði kolli við því. Þvínæst var Óðinn spurður út í samskipti sín við konuna fyrir og eftir hið meinta atvik. Sneru spurningarnar að símtölum og smáskilaboðum þeirra á milli. „Ég man ekki nákvæmlega klukkan hvað þetta var. Ég man samt að þessar ásakanir hennar eru út í hött og að það var dimmt.“ Tvö sms skilaboð voru lesin upp sem í stóð annars vegar að hann sæi eftir þessu, myndir aldrei gera þetta edrú, hann hafi verið í blackouti og baðst hann fyrirgefningar. Í hinum stóð: „ok ég gerði mistök.“ Verjandi Óðins mótmælti því að skilaboðin væru sett fram án nokkurs samhengis. Óðinn sagðist þó minnast þess að hann hafi ætlað að senda þessi skilaboð á annað símanúmer. Við skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma sagðist hann vera að biðjast fyrirgefningar á allt öðru atviki. Hann var einnig spurður út í samskipti þeirra á milli á Facebook einhverjum dögum eftir atvikið. „Ég bölvaði henni í sand og ösku fyrir að ljúga upp á mig. Á endanum blokkaði ég hana.“ Sækjandi spurði þá hvort hann ætti við hann hefði útilokað hana á Facebook. „Hefur þú aldrei verið á Facebook? Þú veist alveg hvað það er að blokka,“ sagði Óðinn.Veruleg andleg áhrif Konan sagði allt aðra sögu af hinu fundi þeirra Óðins þann 11. mars 2012, en hún sagði að þau hefðu fyrst kynnst á Sogni þá þrettán eða fjórtán ára unglingar. Seinna hafi vinátta þróast á milli þeirra. Umræddan morgun hafi hún séð Facebook-færslu frá Óðni um vandræði á milli hans og þáveranda kærustu. Því hafi hún ákveðið að fara í heimsókn til hans og hjálpa honum. Hún fór á bíl og sótti hann og keyrði hann heim. „Ég fann það strax á röddinni að hann væri ekki með sjálfum sér,“ sagði hún og hélt að hann hefði verið búinn að fá sér í glas „eða eitthvað“. Hún segir að það hafi tekið mikinn tíma að koma honum út í bíl og þegar hann hafi komið hafi hann einungis verið í einum skó. Hún lýsti honum í mjög annarlegu ástandi og minnti að hann hefði fallið ur bindindi tveimur dögum fyrr. Hún taldi best að fylgja honum inn. Þegar þau hafi komið í herbergi hans hafi þau byrjað að fá sér sígarettu og þá hafi ballið byrjað. Hann hafi beðið hana um að koma að kúra en því hafi hún neitað. Þá hafi hann brugðist reiður við og sagt: „Hvern djöfulinn ertu þá að gera hérna?“ og sagt henni að fara út. Þegar hún hafi ætlað að fara út hafi hann stöðvað hana og hrint henni. Hann hafi einnig rifið í hárið á henni og sparkað í hana. „Svona gekk þetta, koll af kolli.“ Margsinnis hafi hún reynt að fara út og alltaf hafi hann hrint henni. Á endanum hafi hann hótað henni í grófu máli og krafist samræðis, annars myndi hann drepa hana. Hún segist hafa neitað því og þá hafi hann tekið upp skæri sem lágu á gólfinu og hótað henni með þeim. Við það segist hún hafa sparkað í hann og þá hafi hún skorist á fæti. Hann hafi róast eftir það og hún komist út. Hún sagði atvikið hafa haft veruleg andleg áhrif á sig. Eftir það sé hún alltaf á verði og kippi sér upp við minnst hljóð og sofi illa. Hún hafi byrjað að drekka ansi mikið til að deyfa vanlíðanina. „Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér,“ sagði hún. Verjandi Óðins vísaði í málsgögnin þar sem geðlæknir segir hana hafa verið til lengri tíma í meðferð vegna kvíða og þunglyndis. Hún sagðist hafa verið búin að svo gott sem ná tökum á því fyrir atvikið og benti á að í málsgögnunum standi að kvíðinn hafi aukist mikið í kjölfar 11. mars.Vísir/StefánEinnig ákærður fyrir innbrot Óðinn er einnig ákærður fyrir að brjótast inn í apótek í Garðabæ og stela þaðan tíu pakkningum af lyfjum. Hann var handtekinn það kvöld í grennd við apótekið en vildi þó ekkert kannast við að hafa brotist inn. Aðspurður hvað hafi gerst þessa nótt segir Óðinn í fyrstu: „Gerðist þetta ekki í Hafnarfirði? Já, ég lenti í rifrildi við einhvern gæja út af flösku.“ Hann sagðist hafa verið á göngu með „einhverjum rússneskum strák“ og hafi þeir fyrr um kvöldið sótt landa sem var í vodkaflösku. „Það var snjór þetta kvöld og ég rann í hálkunni og datt. Flaskan brotnaði og ég skar mig á henni.“ Þannig útskýrði hann skurðáverka sem hann var með þegar hann var handtekinn. Lögregluþjónn sem bar vitni sagði hann hafa verið útataðan í blóði og öryggisvörður sagði hann hafa skorið sig við að fara í gegnum rúðu sem hafi verið brotin. Sækjandi sýndi myndir úr öryggismyndavél úr apótekinu, en Óðinn þvertók fyrir að myndirnar væru af honum. Þá fannst blóð á vettvangi og blóðprufa var tekin af Óðni en ekki var talin ástæða til að rannsaka það frekar. Einn lögregluþjónn staðhæfði að myndirnar væru af Óðni. Aðalmeðferð málsins er ekki lokið, þar sem einhver vitni vantaði í dag. Þá voru meðdómarar málsins leystir frá störfum vegna fjölskyldutengsla annars þeirra við réttargæslumann konunnar.
Tengdar fréttir Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31 Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31
Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47