„Hvað ef þetta væri þitt barn á hjólinu? Eða barnabarn?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2014 21:15 VISIR/GVA/KRISTÍN „Ég var næstum því drepin í kvöld. Vopnið var 18 hjóla trukkur sem keyrði viljandi í veg fyrir mig á Strandgötunni í Hafnarfirði og það er ekki honum að þakka að sonur minn á ennþá móður á lífi,“ segir Kristín Laufey Steinadóttir í Facebook-færslu sinni sem fengið hefur töluverða athygli eftir að Kristín sendi hana frá sér í gær. „Ég er búin að fara í gegnum allan tilfinningaskalann í kvöld, vera reið, hrædd, fegin að ekki fór verr en ég bara get ekki setið á mér að skrifa um þetta. Ég velti fyrir mér að senda inn kæru en ég var í svo miklu sjokki eftir þetta að ég aulaðist ekki til að taka niður númerið. Enda væri það sennilega ekki til neins.“ Málsatvik voru þau að Kristín var á 35 kílómetra hraða þegar bílstjóri trukksins ákvað að aka flutningabíl sínum úr kyrrstöðu af bílastæði þvert inn á veginn eftir að hann hafði horfst í augu við hana. „Ég þurfti auðvitað að snarbremsa og hjólið hentist til í loftinu og yfir á hina akreinina þar sem betur fer var smá fjarlægð í bílinn sem kom á móti og ég bara skil ekki ennþá hvernig mér tókst að hanga á hjólinu,“ segir Kristín og bætir við að bílstjórinn hafi brugðist ókvæða við. „Til að toppa þetta þá sendi bílstjórinn mér fingurinn og öskraði á mig að vera á gangstéttinni þegar ég öskraði á hann að passa sig og hvort að hann væri að reyna að drepa mig. Ég var alveg miður mín, með tárin í augunum og skjálfandi þegar ég kláraði þennan stutta kafla heim.“ Kristínu er spurn hvað vaki fyrir bílstjórum sem þessum. Hún kallar eftir auknum skilningi ökumanna og að þeir sýni meiri tillitsemi gagnvart hjólreiðamönnum í umferðinni, enda séu þeir jafnréttháir ökumönnum. „En það tekur kannski mörg ár að fá alla ökumenn til að skilja það, því miður. Og þangað til, þá óttast ég mest að hér eigi eftir að vera banaslys þar sem einhverjir þessara ökumanna "sýna hjólreiðamönnunum í tvo heimana" og aka á eða í veg fyrir þá, það eru mörg tilvik þar sem það hefur ekki mátt miklu muna,“ segir Kristín áhyggjufull. Hún óskar þess að ökumenn líti í eigin barm áður en þeir fyrirhuga að haga sér eins og ökumaðurinn í hennar tilfelli. „Hvað ef þetta væri þitt barn á hjólinu? Eða barnabarn?“ spyr Kristín. „Myndir þú hafa hegðað þér á nákvæmlega sama hátt? Ef barnið þitt ákveður að æfa hjólreiðar, myndir þú vera sáttur við að aðrir bílstjórar legðu líf þess og limi í hættu til að koma sínu máli á framfæri, sjálfir vel varðir í sinni blikkdós?“ Kristín leggur til að allir hafi gullnu regluna að leiðarljósi, nauðsynlegt sé að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig því þá væri heimurinn betri staður. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Bara að anda aðeins rólega, hugsa með sér - í dag ætla ég að gera mitt allra besta til að vera góð og tillitssöm manneskja.“ Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan Post by Kristín Laufey Steinadóttir. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Ég var næstum því drepin í kvöld. Vopnið var 18 hjóla trukkur sem keyrði viljandi í veg fyrir mig á Strandgötunni í Hafnarfirði og það er ekki honum að þakka að sonur minn á ennþá móður á lífi,“ segir Kristín Laufey Steinadóttir í Facebook-færslu sinni sem fengið hefur töluverða athygli eftir að Kristín sendi hana frá sér í gær. „Ég er búin að fara í gegnum allan tilfinningaskalann í kvöld, vera reið, hrædd, fegin að ekki fór verr en ég bara get ekki setið á mér að skrifa um þetta. Ég velti fyrir mér að senda inn kæru en ég var í svo miklu sjokki eftir þetta að ég aulaðist ekki til að taka niður númerið. Enda væri það sennilega ekki til neins.“ Málsatvik voru þau að Kristín var á 35 kílómetra hraða þegar bílstjóri trukksins ákvað að aka flutningabíl sínum úr kyrrstöðu af bílastæði þvert inn á veginn eftir að hann hafði horfst í augu við hana. „Ég þurfti auðvitað að snarbremsa og hjólið hentist til í loftinu og yfir á hina akreinina þar sem betur fer var smá fjarlægð í bílinn sem kom á móti og ég bara skil ekki ennþá hvernig mér tókst að hanga á hjólinu,“ segir Kristín og bætir við að bílstjórinn hafi brugðist ókvæða við. „Til að toppa þetta þá sendi bílstjórinn mér fingurinn og öskraði á mig að vera á gangstéttinni þegar ég öskraði á hann að passa sig og hvort að hann væri að reyna að drepa mig. Ég var alveg miður mín, með tárin í augunum og skjálfandi þegar ég kláraði þennan stutta kafla heim.“ Kristínu er spurn hvað vaki fyrir bílstjórum sem þessum. Hún kallar eftir auknum skilningi ökumanna og að þeir sýni meiri tillitsemi gagnvart hjólreiðamönnum í umferðinni, enda séu þeir jafnréttháir ökumönnum. „En það tekur kannski mörg ár að fá alla ökumenn til að skilja það, því miður. Og þangað til, þá óttast ég mest að hér eigi eftir að vera banaslys þar sem einhverjir þessara ökumanna "sýna hjólreiðamönnunum í tvo heimana" og aka á eða í veg fyrir þá, það eru mörg tilvik þar sem það hefur ekki mátt miklu muna,“ segir Kristín áhyggjufull. Hún óskar þess að ökumenn líti í eigin barm áður en þeir fyrirhuga að haga sér eins og ökumaðurinn í hennar tilfelli. „Hvað ef þetta væri þitt barn á hjólinu? Eða barnabarn?“ spyr Kristín. „Myndir þú hafa hegðað þér á nákvæmlega sama hátt? Ef barnið þitt ákveður að æfa hjólreiðar, myndir þú vera sáttur við að aðrir bílstjórar legðu líf þess og limi í hættu til að koma sínu máli á framfæri, sjálfir vel varðir í sinni blikkdós?“ Kristín leggur til að allir hafi gullnu regluna að leiðarljósi, nauðsynlegt sé að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig því þá væri heimurinn betri staður. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Bara að anda aðeins rólega, hugsa með sér - í dag ætla ég að gera mitt allra besta til að vera góð og tillitssöm manneskja.“ Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan Post by Kristín Laufey Steinadóttir.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira