Innlent

Mjólkurbíll með tengivagn valt í Borgarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Mjólkurbíll með tengivagn valt á hliðina utan vegar á Borgarfjarðarbraut við Steðja í Borgarfirði. Bílstjórinn var einn í bílnum og sakaði hann ekki við slysið.

Um 21 þúsund lítrar af mjólk voru í bílnum og tengivagninum, en töluverður hluti hennar helltist niður.

Annar mjólkurbíll er nú á leið á vettvang samkvæmt Lögreglunni í Borgarnesi og verður þeirri mjólk sem ekki rann úr bílnum, dælt á milli bíla. Tildrög veltunnar eru í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×