Innlent

Brann illa á fótum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarsveitarmenn á göngu á Svínafellsjökli
Björgunarsveitarmenn á göngu á Svínafellsjökli
Björgunarsveitir fyrir austan fjall eru nú á leið í Reykjadal vegna manns sem slasaðist þar á göngu fyrr í dag er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Slysið varð með þeim hætti að maðurinn steig í hver og brann illa á báðum fótum. 



Sjúkrabíll var sendur á slóðann á Ölkelduhálsi þaðan sem sjúkraflutningamenn fóru að slysstað.

Hafa þeir búið manninn undir flutning en björgunarmenn munu bera hann nokkurn spotta til að koma honum í sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×