Banna Íslandsbanka að beita ákvæði um endurskoðun vaxta Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2014 07:00 Ekki var skilgreint í fasteignaláni frá Íslandsbanka frá árinu 2005 hvaða atriði gætu haft áhrif á breytilega vexti lánsins. Fréttablaðið/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað Íslandsbanka að beita ákvæði um endurskoðun vaxta vegna fasteignaláns sem tekið var á árinu 2005. Sigurður Freyr Magnússon tók sex milljóna króna verðtryggt lán með 4,15 prósent vöxtum hjá Íslandsbanka, í ágúst 2005. Í skilmálum lánsins, eins og mörgum fleirum, var kveðið á um að bankinn gæti breytt vöxtum að fimm árum liðnum. Ef Sigurður felldi sig ekki við slíka ákvörðun gæti hann greitt upp lánið. Í fyrra fékk Sigurður tilkynningu frá Íslandsbanka um að vextirnir myndu hækka í 4,85 prósent. „Ég gerði ráð fyrir því þegar ég tók lánið að ef vextir myndu lækka á markaði að þá fengi maður lægri vexti en því var ekki að heilsa,“ segir Sigurður.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.Sigurður kvartaði til Neytendastofu. Hann benti meðal annars á að ekki hafi verið skilgreint með hvaða hætti vextir væru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breyttust. „Ef menn eru með svona opin ákvæði sem vísa í engu til þess hvað ræður vöxtunum held ég að það geti ekki staðist nokkra skoðun,“ segir Sigurður og Neytendastofa er sammála honum. „Í skilmálum þess skuldabréfs sem hér er til álita eru engar upplýsingar gefnar um það til hvaða þátta sé litið við vaxtaákvörðun eða við hvaða aðstæður vextir breytist,“ segir Neytendastofa sem kveður þetta stangast á við á lög og bannar bankanum að beita þessu ákvæði. Engu skipti þótt borga mætti upp lánið án uppgreiðslugjalds. „Við erum að fara yfir úrskurðinn í bankanum og tjáum okkur ekki að svo stöddu,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. Ekki fékkst upplýst hversu mörg lán ákvörðun Neytendastofu gæti haft fordæmisgildi fyrir. Ekki er ljóst hvort bankinn vísar málinu til Áfrýjunarnefndar Neytendamála. „Ég tel að Neytendastofa sé þarna að taka ákvörðun af ákveðnu hugrekki ef þessi skilmálar hafa verið útfærði með sambærilegum hætti víða,“ segir Sigurður. Nefna má að Íslandsbanki vísaði til þess í málinu að um væri að ræða samskonar vaxtaendurskoðunarákvæði hjá bankanum og tíðkist hjá Íbúðalánasjóði. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað Íslandsbanka að beita ákvæði um endurskoðun vaxta vegna fasteignaláns sem tekið var á árinu 2005. Sigurður Freyr Magnússon tók sex milljóna króna verðtryggt lán með 4,15 prósent vöxtum hjá Íslandsbanka, í ágúst 2005. Í skilmálum lánsins, eins og mörgum fleirum, var kveðið á um að bankinn gæti breytt vöxtum að fimm árum liðnum. Ef Sigurður felldi sig ekki við slíka ákvörðun gæti hann greitt upp lánið. Í fyrra fékk Sigurður tilkynningu frá Íslandsbanka um að vextirnir myndu hækka í 4,85 prósent. „Ég gerði ráð fyrir því þegar ég tók lánið að ef vextir myndu lækka á markaði að þá fengi maður lægri vexti en því var ekki að heilsa,“ segir Sigurður.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.Sigurður kvartaði til Neytendastofu. Hann benti meðal annars á að ekki hafi verið skilgreint með hvaða hætti vextir væru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breyttust. „Ef menn eru með svona opin ákvæði sem vísa í engu til þess hvað ræður vöxtunum held ég að það geti ekki staðist nokkra skoðun,“ segir Sigurður og Neytendastofa er sammála honum. „Í skilmálum þess skuldabréfs sem hér er til álita eru engar upplýsingar gefnar um það til hvaða þátta sé litið við vaxtaákvörðun eða við hvaða aðstæður vextir breytist,“ segir Neytendastofa sem kveður þetta stangast á við á lög og bannar bankanum að beita þessu ákvæði. Engu skipti þótt borga mætti upp lánið án uppgreiðslugjalds. „Við erum að fara yfir úrskurðinn í bankanum og tjáum okkur ekki að svo stöddu,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. Ekki fékkst upplýst hversu mörg lán ákvörðun Neytendastofu gæti haft fordæmisgildi fyrir. Ekki er ljóst hvort bankinn vísar málinu til Áfrýjunarnefndar Neytendamála. „Ég tel að Neytendastofa sé þarna að taka ákvörðun af ákveðnu hugrekki ef þessi skilmálar hafa verið útfærði með sambærilegum hætti víða,“ segir Sigurður. Nefna má að Íslandsbanki vísaði til þess í málinu að um væri að ræða samskonar vaxtaendurskoðunarákvæði hjá bankanum og tíðkist hjá Íbúðalánasjóði.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira