Listaverk ofin úr tískufatnaði gnægtasamfélagsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2014 11:00 „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir sem síðar tók gráðu í textíllist við háskóla í Bretlandi. „Það er svolítill leikur í sýningunni, hún er unnin út frá pælingum um gallabuxur og boli sem voru fatnaður verkamanna en þróuðust síðan í að verða föt uppreisnargjarnra ungmenna með Marlon Brando og James Dean í fararbroddi. Síðar urðu gallabuxur og bolir tískufatnaður og eru enn,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir myndlistarmaður um efniviðinn í listaverkum sem hún sýnir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 um þessar mundir. Anna María er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Hún vinnur í vefstól og stundar spunagjörninga og kveðst hafa ofið verkin í SÍM-salnum sérstaklega inn í það rými. Hún klippir og sker niður notuð föt og vefur úr lengjunum. Gallabuxurnar eru bláar en bolirnir í mismunandi litum og draga verkin heiti sín af litunum.Verkin eru ofin með aðferð sem nefnist skekkt brekán.Fréttablaðið/ValliEn hvar lærði Anna María að vefa? „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla. Seinna útskrifaðist ég svo með MA-gráðu í textíllist frá háskólanum í Southampton í Bretlandi og hef tekið þátt í mörgum samsýningum á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Síðast var Anna María með í útimyndlistarsýningunni Undir berum himni í Reykjavík síðasta sumar og á sama tíma sýndi hún á samsýningunni Muu maa/Another country í Finnlandi. Hún mun eiga verk á stórri samsýningu sem nefnist What is textil? og opnuð verður í Edinborg í byrjun febrúar. „Framlag mitt þar er tuskuveggteppi með rósabandi og annað úr ljósmyndum sem ég spann,“ lýsir hún. Hún er enn með rósabandsuppsetningu í vefstólnum sem hún kveðst ætla að halda áfram með en ekki enn hafa ákveðið hvert ívafið verður. „Annars er ég að hekla húfur fyrir þá sem hjálpuðu mér að setja upp sýninguna,“ segir hún að lokum.Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16 fram til 24. janúar. Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er svolítill leikur í sýningunni, hún er unnin út frá pælingum um gallabuxur og boli sem voru fatnaður verkamanna en þróuðust síðan í að verða föt uppreisnargjarnra ungmenna með Marlon Brando og James Dean í fararbroddi. Síðar urðu gallabuxur og bolir tískufatnaður og eru enn,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir myndlistarmaður um efniviðinn í listaverkum sem hún sýnir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 um þessar mundir. Anna María er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Hún vinnur í vefstól og stundar spunagjörninga og kveðst hafa ofið verkin í SÍM-salnum sérstaklega inn í það rými. Hún klippir og sker niður notuð föt og vefur úr lengjunum. Gallabuxurnar eru bláar en bolirnir í mismunandi litum og draga verkin heiti sín af litunum.Verkin eru ofin með aðferð sem nefnist skekkt brekán.Fréttablaðið/ValliEn hvar lærði Anna María að vefa? „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla. Seinna útskrifaðist ég svo með MA-gráðu í textíllist frá háskólanum í Southampton í Bretlandi og hef tekið þátt í mörgum samsýningum á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Síðast var Anna María með í útimyndlistarsýningunni Undir berum himni í Reykjavík síðasta sumar og á sama tíma sýndi hún á samsýningunni Muu maa/Another country í Finnlandi. Hún mun eiga verk á stórri samsýningu sem nefnist What is textil? og opnuð verður í Edinborg í byrjun febrúar. „Framlag mitt þar er tuskuveggteppi með rósabandi og annað úr ljósmyndum sem ég spann,“ lýsir hún. Hún er enn með rósabandsuppsetningu í vefstólnum sem hún kveðst ætla að halda áfram með en ekki enn hafa ákveðið hvert ívafið verður. „Annars er ég að hekla húfur fyrir þá sem hjálpuðu mér að setja upp sýninguna,“ segir hún að lokum.Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16 fram til 24. janúar.
Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira