Fyrrverandi formaður Pókersambandsins sakaður um fjárdrátt Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. mars 2014 16:41 Vísir/Anton Ný stjórn Pókersambands Íslands undirbýr nú kæru á hendur fyrrum formanni og gjaldkera samtakanna vegna fjárdrátts. „Það eina sem ég vil segja um málið er að þetta er harmleikur,“ segir Davíð Þór Rúnarsson, núverandi formaður Pókersambandsins. „Svona getur gerst allsstaðar, í Pókersambandinu, í sjómannafélagi í Grindavík, bara hvar sem er,“ segir Davíð.Í tilkynningu á heimasíðu Pókersambandsins kemur fram að gjaldkerinn hafi einn haft aðgang að reikningum félagsins og séð alfarið um fjármál þess. „Viðkomandi gekk á sjóði félagsins eins og þeir væru hennar eigin,“ segir í tilkynningunni.Nýtti sér mistök PokerStars Gjaldkerinn á að hafa nýtt sér mistök sem fyrirtækið PokerStars gerði, þegar það millifærði fjárhæð inn á reikning Pókersambandsins í evrum, en fjárhæðin átti að vera í dollurum. Pókersambandið og PokerStars gerðu með sér samning um að undankeppni Íslandsmótsins í póker skyldi leikin í gegnum netið, á heimasíðu PokerStars. Fyrir þennan samning borgaði PokerStars en gerði þau mistök að millifæra í röngum og sterkari gjaldmiðli og borguðu því í raun meira en til stóð. Fyrirtækið fór fram á leiðréttingu á þessari greiðslu en þá mun gjaldkerinn hafa verið búin að átta sig á mistökunum. „Auk þess falsaði viðkomandi bankakvittun til að fela fyrir öðrum stjórnarmeðlimum mistökin sem áttu sér stað hjá PokerStars,“ eins og segir í tilkynningunni.Gekkst við brotunum Í tilkynningunni kemur fram að gjaldkerinn hafi játað brot sitt. „Hefur hún gengist við að hafa tæmt sjóði Pókersambandins og að hafa nýtt sér mistökin sem áttu sér stað hjá Pokerstars. Verið er að vinna í að borga upp skuldir sem fyrir eru og byggja upp fjárhag félagsins. Til þess höfum við meðal annars haldið partý kvöld og aðra viðburði sem geta hjálpað okkur að safna þeim pening sem til þarf.“ Fréttastofa hafði samband við viðkomandi vegna málsins. Hún vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Ný stjórn Pókersambands Íslands undirbýr nú kæru á hendur fyrrum formanni og gjaldkera samtakanna vegna fjárdrátts. „Það eina sem ég vil segja um málið er að þetta er harmleikur,“ segir Davíð Þór Rúnarsson, núverandi formaður Pókersambandsins. „Svona getur gerst allsstaðar, í Pókersambandinu, í sjómannafélagi í Grindavík, bara hvar sem er,“ segir Davíð.Í tilkynningu á heimasíðu Pókersambandsins kemur fram að gjaldkerinn hafi einn haft aðgang að reikningum félagsins og séð alfarið um fjármál þess. „Viðkomandi gekk á sjóði félagsins eins og þeir væru hennar eigin,“ segir í tilkynningunni.Nýtti sér mistök PokerStars Gjaldkerinn á að hafa nýtt sér mistök sem fyrirtækið PokerStars gerði, þegar það millifærði fjárhæð inn á reikning Pókersambandsins í evrum, en fjárhæðin átti að vera í dollurum. Pókersambandið og PokerStars gerðu með sér samning um að undankeppni Íslandsmótsins í póker skyldi leikin í gegnum netið, á heimasíðu PokerStars. Fyrir þennan samning borgaði PokerStars en gerði þau mistök að millifæra í röngum og sterkari gjaldmiðli og borguðu því í raun meira en til stóð. Fyrirtækið fór fram á leiðréttingu á þessari greiðslu en þá mun gjaldkerinn hafa verið búin að átta sig á mistökunum. „Auk þess falsaði viðkomandi bankakvittun til að fela fyrir öðrum stjórnarmeðlimum mistökin sem áttu sér stað hjá PokerStars,“ eins og segir í tilkynningunni.Gekkst við brotunum Í tilkynningunni kemur fram að gjaldkerinn hafi játað brot sitt. „Hefur hún gengist við að hafa tæmt sjóði Pókersambandins og að hafa nýtt sér mistökin sem áttu sér stað hjá Pokerstars. Verið er að vinna í að borga upp skuldir sem fyrir eru og byggja upp fjárhag félagsins. Til þess höfum við meðal annars haldið partý kvöld og aðra viðburði sem geta hjálpað okkur að safna þeim pening sem til þarf.“ Fréttastofa hafði samband við viðkomandi vegna málsins. Hún vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira