Auglýsti eftir nýra á Facebook og 20 gáfu sig fram Hrund Þórsdóttir skrifar 12. mars 2014 20:00 Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum. Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum.
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira